fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi ráðherra, segir að henni sé verulega misboðið yfir framgöngu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.

Eins og kunnugt er skrifaði hún grein um málið á Vísi í gær sem vakti þó nokkra athygli og í dag er hún í viðtali við Morgunblaðið þar sem hún fer nánar yfir sína hlið á málinu.

Sjá einnig: Tengdamamman stígur aftur fram – „Þetta viðurkenndi Ásthildur Lóa þegar hún hringdi í mig“

„Mér er mjög mis­boðið, að hún skuli standa í pontu Alþing­is og eig­in­lega segja mig ljúga,“ seg­ir hún í samtali við blaðið. Vísar Ólöf til þess þegar Kristrún rengdi orð hennar um að hún hefði óskað eftir fullum trúnaði þegar hún bað um fund með for­sæt­is­ráðherra vegna Ásthild­ar Lóu.

„Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig af­sök­un­ar þar,“ seg­ir Ólöf við Morgunblaðið.

Í grein sinni á Vísi í gær sagði Ólöf það liggja fyrir að hún hringdi í forsætisráðuneytið og það hafi hún gert í þeim tilgangi að óska eftir upplýsingum um hvort farið væri með erindi sem þangað berast í gegnum tölvupóst sem trúnaðarmál.

„Svarið var já. Ég vildi að það væri al­gjör­lega ör­uggt og spurði aft­ur, því ég vildi ekki að þess­ar upp­lýs­ing­ar færu um borg og bý. Aft­ur staðfesti starfsmaður­inn það. Sím­talið var fjög­urra mín­útna langt – hvað annað átti ég að ræða í þess­ar fjór­ar mín­út­ur við starfs­mann í símsvörun?“ sagði Ólöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga