fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. apríl 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Sigmarsdóttir fagnar um þessar mundir tuttugu ára afmæli sínu sem pistlahöfundur. Þrátt fyrir stinga á ýmsum kýlum samfélagsins í pistlum sínum hefur hún nánast aldrei lent í „reiða hvíslaranum“, aðilum sem reyna að þagga niður í óþægilegum röddum með því að veita þeim tiltal, eða jafnvel hóta, fjarri augum og eyrum annarra.

Dæmi um atferli slíkra hvíslara er framganga Andrés Magnússonar, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, sem reyndi segja Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðakonu við sama miðil, til og biðja hana um að gæta orða sinna í komandi pistlum sínum. Kolbrún tók athugasemdum Andrésar allt annað en vel og lét hann heyra það svo eftir var tekið á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, sem og á skrifstofum annarra miðla.

Í þessu samhengi gerir Sif það að umtalsefni í nýjasta pistli sínum að hún hafi sjálf nýlega fengið skilaboð frá lesanda sem skammaði hana fyrir pistil sem tengdist ástvini sínum.

„Nýverið bárust mér persónuleg skilaboð frá lesanda sem skammaði mig fyrir pistil, sem ég skrifaði fyrir allnokkru í Heimildina, og krafðist þess að ég bæðist afsökunar á skoðun minni. Slíkt hefði ekki heyrt til tíðinda ef ekki væri fyrir þær sakir að reiða hvíslið barst frá maka stjórnmálamanns, sem fannst að lífsförunauti sínum vegið.

Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að fólk sem starfar við fjölmiðla færi sig yfir í stabílli störf almannatengla og PR-fulltrúa. Ég skal játa það; mín er freistað. En þangað til ég stíg skrefið til fulls er hér ókeypis PR ráð handa mökum stjórnmálafólks.

Hefðu skilaboðin endað í persónulegu pósthólfi smellþyrstari pistlahöfundar en undirritaðrar hefði maka reiða hvíslarans eflaust beðið annasöm vika – kannski álíka annasöm og vika Andrésar Magnússonar.

En þar sem ég er þeirrar skoðunar að frambærilegt stjórnmálafólk eigi ekki að líða fyrir dómgreindarbresti maka sinna segi ég þessu fréttabréfi lokið,“ skrifar Sif.

Hér má lesa pistil hennar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi