fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Bandarískir ráðamenn ræddu óvart viðkvæm hernaðarmálefni við blaðamann Atlantic

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 19:23

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeffrey Goldberg, blaðamaður á vinstri sinnuðum fjölmiðli, The Atlantic, greinir frá því að honum hafi verið bætt inn í hópspjall á Signal, þar sem bandarískir ráðamenn, þar á meðal varaforsetinn JD Vance og utanríkisráðherrann Marco Rubio, ræddu um þá fyrirhugaðar loftárásir Bandaríkjamanna á Jemen. Grein Goldbergs má lesa hér.

„Ég vissi mörgum klukkutímum áður en fyrstu sprengjurnar féllu að árásin kynni að bresta á,“ skrifar Goldberg.

Málið hefur valdið miklu uppnámi í bandarískum stjórnmálum og vakið hörð viðbrögð hjá bæði þingmönnum repúblikana og demókrata.

Árásin á Jemen sem rædd var í spjallinu var gerð þann 15. mars. Þrjátíu og einn létu lífið og 101 særðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“