fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
Fréttir

Elliði tjáir sig um manndrápsmálið – „Eftir voveifilegan atburð getur samfélagið fundið leiðir til að standa saman“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. mars 2025 16:30

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, hvetur til varkárni og tillitssemi í umfjöllun um manndrápsmálið sem hefur verið til rannsóknar lögreglu í vikunni. Átta manneskjur voru handteknar vegna rannsóknar á láti 65 ára gamals karlmanns frá Þorlákshöfn en talið er að hann hafi orðið fyrir miklum misþyrmingum og látist af völdum þeirra. Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. mars vegna rannsóknar málsins.

Elliði segir í pistli á vefsíðu sinni að nauðsynlegt sé að fara varlega í umfjöllun um viðkvæmt mál af þessu tagi og forðast að dreifa sögusögnum og hálfkveðnum vísum. Mikilvægt sé að gefa lögreglu frið og ráðrúm til að vinna sín verk.

Hann hvetur til samstöðu í heimabyggð hins látna:

„Þegar harmleikur á sér stað í litlu samfélagi, losna úr læðingi flóknar tilfinningar og sterkar. Slíkir atburðir hafa djúpstæð áhrif á allt samfélagið. Fólk getur fundið fyrir ótta, reiði, samúð, sorg og svo margs annars sem einkennir mennskuna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samfélagið sýni samstöðu, styðji þá sem eiga um sárt að binda og gæti þess að virða einkalíf þeirra sem standa nærri atburðinum.“

Hafliði segir mikilvægt að ýta ekki undir getgátur með óskýrri umfjöllun um málið, hálfkveðnar vísur geti leitt til rangra ályktana. „Sérstaklega ber að forðast að ýta undir getgátur sem geta aukið vanlíðan þeirra sem standa nærri atburðinum. Á sama hátt er nær samfélagið óöruggt og vill frið til að vinna úr áfallinu og sína þeim sem nær standa stuðning.“

Elliði segir að yfirvegun, virðing og samhugur eigi að vera leiðarljósin hvað varðar viðbrögð við voveiflegum atburði af þessu tagi:

„Eftir voveifilegan atburð getur samfélagið fundið leiðir til að standa saman og leitað stuðnings hjá hvert öðru. Best að nálgast hann með yfirvegun, virðingu og samhug. Með því að styðja aðstandendur, leyfa lögreglunni að vinna sína vinnu og gæta ábyrgðar í upplýsingamiðlun getur samfélagið hjálpað sér sjálfu og þeim sem eru hvað mest að þjást.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eldsvoði í Hafnarfirði

Eldsvoði í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna svarar fyrir sig í tengdamóðurmálinu – „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar“

Áslaug Arna svarar fyrir sig í tengdamóðurmálinu – „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um að maður hafi farið í sjóinn

Grunur um að maður hafi farið í sjóinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn sektuð fyrir áfengisauglýsingu á Vísir.is

Sýn sektuð fyrir áfengisauglýsingu á Vísir.is
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Odee fær ekki að setja upp meistaraverkefnið sitt – Segir háskólann stunda ritskoðun

Odee fær ekki að setja upp meistaraverkefnið sitt – Segir háskólann stunda ritskoðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólöfu ofbauð framferði Ásthildar Lóu og vildi fund með Kristrúnu – „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn“

Ólöfu ofbauð framferði Ásthildar Lóu og vildi fund með Kristrúnu – „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn“