fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka sem varð fyrr alvarlegri árás drengja með stíflueyði á skólalóð Breiðagerðisskóla glímir enn við afleiðingar árásarinnar. Faðir hennar, Máni Eskur Bjarnason, stígur fram í viðtali við Morgunblaðið í dag og gagnrýnir ráðaleysi kerfisins í málum sem þessum.

Dóttir Mána var 12 ára þegar árásin var framin en drengirnir höfðu fengið stúlkuna til að hitta sig á skólalóðinni kvöld eitt í október. Þar köstuðu þeir stíflueyðisdufti í andlit hennar og má stúlkan teljast heppin að hafa ekki misst sjónina. Tókst henni að hlaupa í næsta hús og fá viðeigandi aðstoð. Hún glímir þó enn við afleiðingarnar og þarf að fara til læknis reglulega í eftirlit.

Í viðtalinu kemur fram að Máni hafi ekki ætlað sér að ræða málið í fjölmiðlum en eftir umfjöllun um stöðu mála í Breiðholtsskóla hafi hann séð hvað foreldrar þar eru að ganga í gegnum og hvað kerfið er máttlaust og óvirkt.

Sem dæmi um það kveðst Máni hafa rætt við skólastjórann og fengið þau skilaboð að aðeins væri hægt að vísa skólafélaga hennar úr skóla í sjö daga. „Hann hafi ekki önn­ur úrræði. Þau geti reynt að passa að þau hitt­ist ekki í tvær vik­ur í skól­an­um,“ segir hann meðal annars.

Hinn drengurinn var ekki í sama skóla þegar árásin var framin en með „nokkur mál á bakinu“ eins og það er orðað. Ákváðu foreldrar stúlkunnar að taka hana úr skóla eftir að sá drengur var farinn að mæta aftur á skólalóðina á skólatíma eftir að dóttir hans var komin aftur í skólann.

„Ég treysti ekki skól­an­um eða Reykja­vík­ur­borg. Ég bar núll traust til kerf­is­ins,” segir Máni og tekur fram að það hafi verið stór ákvörðun að taka stúlkuna úr skólanum þar sem vinir hennar eru.

„Já, og það er öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla. Hún sit­ur uppi með lík­am­leg­ar af­leiðing­ar sem hún mun vera með alla ævi.”

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“