fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 15:30

Margrét og teymi hennar við tökur heimildamyndarinnar, hér á Verkís verkfræðistofu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Hrafnsdóttir, kvikmyndagerðakona vinnur nú að gerð heimildamyndar um hamfarirnar í Grindavík. Margrét vinnur myndina í samvinnu við kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Ursus Parvus sem er í eigu Hlínar Jóhannesdóttur framleiðanda.

Margrét biður nú Grindvíkinga um aðstoð og auglýsir eftir myndefni frá þeim, hvort sem er myndir eða myndbönd frá skjálftum í aðdraganda rýmingar, og rýmingunni sjálfri, eins og segir á grindavik.is.

„Ég veit að fullt af Grindvíkingum náðu þessum ótrúlegu atburðum á símana sína og yrði ég þeim ævinlega þakklát ef hægt er að senda mér efnið á netfangið asst2.margret.raven@gmail.com,“

segir Margrét sem stödd er á Íslandi til að klára tökur. Margrét hefur verið búsett í Bandaríkjunum um árabil en var mikið í Grindavík á síðasta ári ásamt tökuliði og samstarfsfólki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár