fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. janúar 2025 14:30

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn þjóðþekkti, Stefán Einar Stefánsson, birtir á Facebook-síðu sinni skjáskot af atvinnuauglýsingu í Morgumblaðinu, þar sem auglýst er starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands. Stefán Einar segir stofnunina vera tilgangslausan fjáraustur:

„Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins. Ein af ástæðum þess að fjölmargir sneru baki við flokknum í síðustu kosningum. Verður spennandi að sjá hvaða jólasvein stjórn þessarar óstofnunar mun skipa í embætti framkvæmdastjóra.“

Björn Leví Gunnarsson spyr hvers vegna þetta sé tilgangslaus og ömurlegt, eins og Stefán Einar orðar þar. Stefán Einar bendir honum á að fjölmargar aðrar stofnanir sinni því hlutverki sem Mannréttindastofnun Íslands sé ætlað að sinna:

„En staðreyndin er sú að við erum að ausa gríðarlegu fé í endalausar stofnanir sem hafa einmitt þetta hlutverk. Má ég nefna nokkrar?

Lögreglan, saksóknaraembættin, dómstólarnir, kærunefndirnar óteljandi, umboðsmaður barna, umboðsmaður alþingis, Jafnréttisstofa, Fjölmiðlanefnd, umboðsmaður skuldara og þannig mætti áfram telja.

Þessi stofnun á auk þess að veita einstaklingum leiðsögn og ráðgjöf varðandi mannréttindi sín. Til þess höfum við lögmannsstofur.

Stofnunin á að hvetja til rannsókna á sviði mannréttinda. Hér er endalaust af stofnunum sem standa í slíku, prófessorar í flestum deildum háskólanna sem stika göturnar á kostnað skattgreiðenda.

Þessi stofnun á að sinna skýrslugjöf til alþjóðastofnana um mannréttindamál á Íslandi. Til þess þarf ekki heila stofnun, þvert á móti. Öðru gegndi um löndin sem vinstra liðið tilbiður og vill helst koma okkur í líkindi við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga