Á Akureyri gerir Veðurstofa Íslands ráð fyrir 16 stiga hita og sól klukkan 14 í dag og á Egilsstöðum verður 20 stiga hiti og skýjað á sama tíma. Vindur gæti þó sett smá strik í reikninginn en gert er ráð fyrir 13 metrum á sekúndu á Akureyri og 9 metrum á sekúndu á Egilsstöðum
Svipað verður uppi á teningnum á morgun þar sem hitinn verður 15-16 stig á þessum slóðum og sólríkt. Vindur verður umtalsvert hægari en í dag.
Á laugardag verður svo sólríkt um svo að segja allt land og áfram mjög hlýtt í veðri fyrir norðan og austan. Á Akureyri verður 15 stiga hiti og sól á Egilsstöðum verður 17 stiga hiti og sól. Í öðrum landshlutum verður einnig ágætlega milt. Á höfuðborgarsvæðinu verður hitinn til dæmis um 12 gráður.
Eftir helgi fer þó að halla undan fæti og gerir Veðurstofan ráð fyrir 4 stiga hita á Akureyri í hádeginu á þriðjudag og 6 gráðum á Egilsstöðum. Í Reykjavík verður 5 stiga hiti á þriðjudag.