fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Handtekinn á Spáni eftir að hafa reynt að senda MDMA pakningu til Íslands

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 5. september 2024 11:05

Í fyrri pakkanum fannst Búdda stytta með fíkniefnum. Mynd/DGGC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur búsettur í spænsku borginni Marbella hefur verið handtekinn þar í landi eftir að hafa reynt að senda pakningu með MDMA til Íslands. Pakningar af fíkniefnum voru faldar inni í Búdda styttu og borði.

Greint er frá þessu í staðarmiðlinum Diario De Sevilla.

Í júlí síðastliðnum fann tollgæslan í borginni Sevilla fíkniefni í pakka sem var á leiðinni til Kólumbíu. Þegar pakkinn var opnaður fannst leirstytta af guðinum Búdda og þegar borað var inn í hana fannst 1,22 kíló af MDMA.

Ekki var vitað hver sendi pakkann en löggæsluyfirvöld í Sevilla fylgdust grannt með til að reyna að komast að því.

Í ágúst var önnur sending stöðvuð, sem löggæsluyfirvöld töldu vera svipaða og sú fyrri. En sú sending var á leiðinni til Íslands. Inni í pakkanum reyndist verða viðarborð með fölskum botni. Inni í borðinu fannst 3,02 kíló af MDMA.

Hægt var að rekja sendinguna til einstaklings sem er búsettur í borginni Marbella. Hann hefur verið handtekinn og er grunaður um smygl fíkniefna. Löggæsluyfirvöld hefa ekki útilokað fleiri handtökur í málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Í gær

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Í gær

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Í gær

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Í gær

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“
Fréttir
Í gær

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega