fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fréttir

Húseigandi í Vesturbænum á erfitt með gang en má ekki byggja bílageymslu á lóðinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. september 2024 10:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun Reykjavíkurborgar um að neita öðrum eiganda húss í Vesturbænum um leyfi til að byggja tvöfalda bílageymslu á lóð hússins. Vildi eigandinn meina að vegna skorts á bílastæðum í nágrenninu og þess að hann ætti erfitt með gang yrði hann að geta látið byggja bílageymsluna. Vildi hann ennfremur meina að borgin hefði ekki gætt jafnræðis í málinu og mismunað honum.

Skipulagsfulltrúi borgarinnar lagðist gegn umsókn mannsins á þeim grundvelli að húsið væri í heilsteyptu og rótgrónu íbúðarhverfi frá þriðja og fjórða áratug 20. aldar. Byggðin endurspegli merkar skipulags­hugmyndir þriðja áratugarins. Hús séu stakstæð og staðsett innan garða með tilliti til sólaráttar. Nokkur dæmi séu um innkeyrslu og/eða bílageymslu inn á lóðum við götuna þar sem húsið stendur, en í flestum tilfellum séu þetta innkeyrslur og/eða bílageymslur sem séu á upprunalegum aðaluppdráttum. Þá séu ekki fordæmi fyrir tvöfaldri bílageymslu innan lóða í hverfinu og samræmist það ekki byggðarmynstri í kring. Samkvæmt samgönguskrifstofu Reykjavíkur­borgar væri tvöföld bílageymsla innan lóðar ,,töluvert umfram viðmið í reglum um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík, og er ekki í samræmi við það sem er í nágrenninu.”

Húsin eldri en það

Húseigandinn andmælti umsögn skipulagsfulltrúa harðlega. Hann benti á að mikill skortur væri á bílastæðum í íbúðarhverfinu. Gjaldskyldu hafi verið komið á í þeim tilgangi að losa íbúa við bifreiðar sem lagt hafi verið í hverfinu af fólki sem starfi í miðbænum. Birtingarmynd breytingarinnar sé sú að vandamálinu sé ýtt vestar, þ.e. nær honum, ásamt aukinni skattheimtu á íbúa hverfisins. Eigandinn sagðist oft eiga erfitt með gang og verða þreyttur í fæti.

Húseigandinn sagði það ekki rétt hjá skipulagsfulltrúa að byggðin í hverfinu endurspegli merkilegar skipulagshugmyndir frá þriðja áratug síðustu aldar. Flest húsanna í nágrenninu, sérstaklega við götuna, væru frá alda­mótunum 1900. Fullyrðingar skipulagsfulltrúa um að ekki séu fordæmi fyrir tvöfaldri bíla­geymslu innan lóða sem ekki hafi verið á upprunalegum aðaluppdráttum standist ekki skoðun. Engin bílageymsla í nærumhverfi lóðarinnar sé á upprunalegum teikningum. Dæmi um bílageymslur í nærumhverfinu sýni hvernig afgreiðsla á byggingarleyfisumsókn hans feli í sér mismunun sem brjóti á rétti til jafnræðis. Umsögn skipulagsfulltrúa feli jafnframt í sér rang­færslur um staðhætti og sögu framkvæmda í hverfinu sem séu notaðar til rökstuðnings niður­stöðunni. Meðalhófs hafi ekki verið gætt af byggingaryfirvöldum borgarinnar.

Verndun

Í umsögn Reykjavíkurborgar um kæru mannsins var ekki síst vísað í ákvæði aðalskipulags um verndun byggðar í eldri hverfum borgarinnar. Verndun og efling menningar­arfsins sé einn af grunnþáttunum við að tryggja hagsæld borgarinnar til framtíðar. Um almenn markmið komi meðal annars fram að nýjar byggingar í eldri hverfum yrðu lagaðar að einkennum byggðarinnar og aðeins heimilaðar ef sýnt væri fram á að þær væru til bóta fyrir heildarsvip byggðarinnar. Skipulagsfulltrúi hafi metið það sem svo að tvöföld bílageymsla samræmdist ekki byggðarmynstrinu. Húseigandinn hefði heldur ekki fært fram rök þess efnis að byggingin sem hann hafi sótt um byggingarleyfi fyrir yrði til bóta fyrir heildarsvip hverfisins eins og áskilnaður sé gerður um.

Einnig vísaði borgin til reglna um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík þar sem megi sjá bæði viðmið og hámarkskröfur um fjölda bílastæða í borginni. Umrædd lóð sé á svæði 1 þar sem sérstaklega sé stefnt að breyttum ferðavenjum, innan þessa svæðis sé eða fyrirhuguð blönduð landnotkun ásamt aðgengi að góðum almenningssamgöngum innan göngufjarlægðar. Samkvæmt þessum reglum sé hámarksfjöldi bílastæða á umræddri lóð eitt.

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála tók alfarið undir þessi rök borgarinnar. Nefndin sagði að aðaluppdrættir sem fylgdu umsókn húseigandans um byggingarleyfi sýndu tvöfalda bílageymslu innan lóðar hans, en samkvæmt samþykktum aðaluppdráttum sé ekki gert ráð fyrir innkeyrslu á lóðina og því hvorki gert ráð fyrir bílastæði né bílgeymslu innan lóðarinnar. Samkvæmt umsókn eigandans hafi falist í  byggingaráformum hans að bílastæði á lóðinni yrðu tvö, þ.e. inni í bílgeymslunni. Sagði nefndin það ekki samræmast fyrrgreindum reglum um fjölda bílastæða og hjólastæða í Reykjavík sem skírskotað sé til í gildandi aðalskipulagi.

Kröfu húseigandans um að ákvörðun borgarinnar yrði ógilt var því hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess
Fréttir
Í gær

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall