Maður á þrítugsaldri varð fyrir hnífaárás í miðborg Reykjavíkur síðastliðna nótt. Þrjú ungmenni voru handtekin vegna málsins, öll undir 18 ára aldri, ein stúlka og tveir piltar.
RÚV greinir frá.
Tvö ungmennanna voru vistuð í fangaklefa en einn, 17 ára drengur, var sendur á Stuðla, þar sem hann hafði verið í meðferð en hafði ekki skilað sér þangað til baka eftir helgarleyfi.
„Að sögn lögreglu er meintur gerandi piltur á sextánda ári,“ segir í frétt RÚV. Hefur hann verið færður í viðeigandi úrræði á vegum barnaverndarnefndar. Skýrslutaka fór fram í dag en ekki liggur fyrir hvort tengsl hafi verið milli hnífamannsins unga og brotaþolans.