fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 13:33

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Moskvu, höfuðborg Rússlands, hafa boðið þeim íbúum borgarinnar sem skrá sig í herinn rétt um þrjár milljónir króna beint í vasann. Rússar leita nú leiða til að efla herafla sinn í Úkraínu og er þetta liður í því.

CNN greinir frá þessu og segir að Rússar hafi átt erfitt með að fá fólk til að skrá sig í herinn að undanförnu.

Það var borgarstjóri MoskvuSergey Sobyanin, sem kynnti greiðslurnar í gær og getur hver sá sem skráir sig í herinn vænst þess að fá þrjár milljónir króna við undirskrift samnings. Á einu ári geta samanlagðar greiðslur numið rúmum átta milljónum króna.

Þá geta þeir hermenn sem slasast vænst þess að fá allt að eina og hálfa milljón króna í bætur og fjölskyldur þeirra hermanna sem deyja á vígvellinum geta átt von á því að fá rúmar fimm milljónir króna í bætur.

Óvissa ríkir um hversu margir rússneskir hermenn hafa dáið í Úkraínu en samkvæmt frétt CNN er áætlað að 70 þúsund hermenn hafi dáið eða slasast í maí og júnímánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst