fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Hendrik Hermannsson látinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. maí 2024 13:56

Hendrik Björn Hermannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn, 49 ára að aldri. 

Hendrik var þekktur í veitingabransanum sem þjónn og veitingamaður til áratuga. Síðustu ár rak hann fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús á Hvanneyri í Borgarfirði og í Reykjavík. Hann rak áður meðal annars Skólabrú, Players í Kópavogi, Grillið á Hótel Sögu og 59 Bistro Bar.

Stuttu fyrir andlátið birti hann færslu á Facebook þar sem hann óskaði vinum sínum gleðilegrar hvítasunnuhelgar, sagðist opna á Brúarási í Borgarnesi í byrjun júní og hlakka til að taka á móti gestum þar.

Hendrik varð bráðkvaddur, hann hneig niður um hádegi á mánudag og tókst ekki að hnoða í hann lífi en sjúkrabíll fór með hann til móts við sjúkraþyrlu að því er Vísir greinir frá. 

Hendrik skilur eftir sig soninn Benedikt sem fæddur er árið 2000. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, Hemma Gunn, hins ástsæla sjónvarpsmann sem lést árið 2013. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst