fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fréttir

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2024 12:30

Baldur og Felix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valerio Gargiulo, rithöfundur og þýðandi, spyr hvort alþekkt fordómaleysi Íslendinga gagnvart samkynhneigðum sé bara í orði en ekki á borði. Segist hann hafa orðið var við hatursherferð gegn Baldri Þórhallssyni forsetaframbjóðanda á grunni kynhneigðar hans. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is.

„Ég sá mynd streyma á samfélagsmiðlum af Baldri kyssa eiginmann sinn Felix. Myndinni var deilt af fólki sem gagnrýndi Baldur vegna kynhneigðar hans og taldi hann þar af leiðandi ekki getað verið þjóðhöfðingi landsins,“ segir Valerio og spyr hvort lögfest umburðarlyndi Íslendinga gegn fjölbreytileikanum sé bara sýndarmennska:

„Ísland er oft talið ein framsæknasta þjóð heims þegar kemur að LGBTQ+ réttindum. Það var ein af fyrstu þjóðunum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og hefur sterka menningu um umburðarlyndi og viðurkenningu á ágreiningi. En þrátt fyrir árangurinn vekur hatursherferðin gegn Baldri upp spurningar um raunverulegt umburðarlyndi Íslands gagnvart samkynhneigð. Var þetta allt þá bara sýndamennska? Eða hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Valerio segir að þessi hatursherferð gegn Baldri sýni að mismunun á grundvelli kynhneigðar sé enn til staðar í íslensku samfélagi. Mikið verk sé óunnið til að útrýma þeim fordómum. Valerio segir ennfremur:

„Þó að landinu sé oft hrósað fyrir framfarir í réttindum hinsegin fólks, þá er ljóst að enn eru geirar samfélagsins sem verða að horfast í augu við og sigrast á fordómum og mismunun. Nauðsynlegt er að halda áfram að stuðla að opinni og innifalinni umræðu um málefnið og taka upp stefnur og aðgerðir sem tryggja jafnrétti fyrir alla, óháð kynhneigð. Að mínu mati á kynhneigð ekki að koma í veg fyrir velgengni fólks og ég tel að Baldur geti alveg orðið landinu okkar til sóma sem þjóðhöfðingi Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi
Fréttir
Í gær

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Áhorfendur áttu betra skilið“

„Áhorfendur áttu betra skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð