fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Yfirmaður úkraínska hersins með óvænta yfirlýsingu um herkvaðningu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 07:00

Oleksandr Syrskyi. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega glímir úkraínski herinn ekki við eins mikinn skort á hermönnum og áður var talið, að minnsta kosti ef miða má við orð Oleksandr Syrskyi, æðsta yfirmanns hersins. Hann segir að mun minni þörf sé á að fá fólk í herinn nú en áður var talið.

Í samtali við úkraínsku fréttastofuna  Ukrinform sagði hann að eftir endurskoðun á búnaði og mannafla hersins liggi fyrir að mun minni þörf sé fyrir nýja hermenn en áður var talið. Þetta á að hans sögn ekki bara við um þá sem eru kvaddir í herinn, heldur einnig sjálfboðaliða.

Syrskyi tók við embætti æðsta yfirmann hersins í febrúar. Forveri hans sagði á síðasta ári að þörf væri á að kveðja 500.000 menn í herinn.  Þau ummæli ollu miklum pólitískum óróa og deilum og Zelenskyy, forseti, neyddist til að vísa þessum ummælum á bug.

Syrskyi, sem sá um að stýra vörnum höfuðborgarinnar Kyiv í upphafi innrásar Rússa og stýrði sókn Úkraínumanna sem varð til þess að þeir náðu milljónaborginni Kharkiv aftur úr höndum Rússa, sagði í viðtalinu að staðan „sé mjög erfið“ á öllum vígstöðvum en Rússum hafi ekki tekist að sækja fram að neinu marki þrátt fyrir að Úkraínumenn skorti skotfæri og fleira.

Hann sagði að Rússar hafi yfirhöndina þegar kemur að magni skotfæra og fjölda hermanna. Fyrir hverja eina fallbyssukúlu sem Úkraínumenn skjóta, skjóta Rússar sex.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram