fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 17:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum var fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem ákærður er fyrir tvö kynferðisbrot af keimlíkum toga. Réttarhöld yfir manninum eru lokuð.

Annars vegar er maðurinn sakaður um að hafa innandyra, í ótilteknu húsnæði, gengið að glugga og berað og handleikið kynfæri sín og „þannig sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að sæa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni að því og var til opinbers hneykslis,“ eins og segir í ákæru héraðssaksóknara.

Í síðari ákærulið er manninum gefið að sök ólögleg háttsemi utandyra fyrir framan verslun. Er hann sagður hafa spurt konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi af því berað kynfæri sín fyrir konunni.

Brot mannsins eru talin varða við 209. grein almennra hegningarlaga, en hún er svohljóðandi:

„Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] eða sektum ef brot er smávægilegt.“

Konurnar sem urðu vitni að athæfi mannsins gera hvor um sig kröfu um 1 milljón króna í miskabætur en héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga