fbpx
Þriðjudagur 28.maí 2024
Fréttir

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2024 14:45

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Bandaríkin styðja ekki við Úkraínu er hætta á að landið tapi stríðinu gegn rússneska innrásarliðinu og ef Úkraína fellur, þá er hætta á að Kínverjar fái blóð á tennurnar og ný krísa brjótist úr í austanverðri Asíu.

Þetta sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, í ávarpi sem hann flutti í bandaríska þinginu í síðustu viku.

„Ég vil gjarnan beina orðum mínum að þeim Bandaríkjamönnum sem finna fyrir þeim einmanaleika og þreytu sem fylgir því að vera það land sem hefur haldið uppi lögum og reglum á heimsvísu. Forysta Bandaríkjanna er nauðsynleg. Án stuðnings Bandaríkjanna, hversu langur tími mun líða þar til von Úkraínumanna brestur? Ef Bandaríkin eru ekki til staðar, hversu langur tími mun líða þar til Indversk/Kyrrahafssvæðið stendur frammi fyrir enn verri raunveruleika,“ sagði Kishida og vísaði þar til svæðisins sem nær frá Indlandshafi til Kyrrahafsins norðan við Ástralíu og sunnan við asíska meginlandið.

Ákall hans til bandarískra stjórnmálamanna kemur á sama tíma og þingmenn Repúblikana koma í veg fyrir afgreiðslu hjálparpakka upp á 60 milljarða dollara til Úkraínu.

Kishida sagði að heimurinn standi á krossgötum þar sem frelsi og lýðræði eigi í vök að verjast og loftslagsbreytingarnar og gervigreind breyti lífi fólks.

Hann varaði einnig við kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu og útflutningi landsins á flugskeytum og skotfærum til Rússlands.  En stærsta ógnin er Kína að hans mati. Hann sagði að utanríkisstefna Kínverja og hernaðarbrölt þeirra ógni ekki aðeins friði og öryggi í Japan, heldur um allan heim. Hann vísaði þar meðal annars til stöðunnar í málefnum Taívan en eyjaskeggjar hafa miklar áhyggjur af því að Kínverjar hyggist ráðast á eyjuna og hafi innrás Rússa í Úkraínu verið þeim fyrirmynd að slíkum hugleiðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ásta Lóa lætur kollega sína á þinginu heyra það: „Ég bara skil þetta ekki“

Ásta Lóa lætur kollega sína á þinginu heyra það: „Ég bara skil þetta ekki“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakaðir um að setja á svið umferðarslys í Hafnarfirði

Sakaðir um að setja á svið umferðarslys í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Fjórir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut

Fjórir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Skatturinn krefur lífeyrisþega um milljónir fyrir mistök – „Það er eins og þessi tölvukerfi séu að reyna að búa til hjartaáfall hjá manni“

Skatturinn krefur lífeyrisþega um milljónir fyrir mistök – „Það er eins og þessi tölvukerfi séu að reyna að búa til hjartaáfall hjá manni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sló nokkur leitarorð inn í Google – Stuttu síðar hafði hún tapað aleigunni

Sló nokkur leitarorð inn í Google – Stuttu síðar hafði hún tapað aleigunni