fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í höfuðborginni – Húsleitir á fjölmörgum stöðum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2024 17:14

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum í umdæminu og utan þess vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar hófust fyrir hádegi og munu standa yfir fram eftir degi, en í þeim felst meðal annars að ráðist er í húsleitir á fjölmörgum stöðum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðgerðirnar eru unnar í samvinnu við lögregluliðin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustuna í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu segir í tilkynningunni.

Vísir greinir frá að samkvæmt þeirra heimildum séu aðgerðirnar tengdar fyrirtækjunum Vy-þrif, Pho Víetnam og Wok On, sem eru í eigu Davíðs Viðarssonar.

Mbl.is greinir frá að á sjö­unda tug lög­reglu­manna að lág­marki komi að aðgerðunum sem eru í gangi á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Suður­nesj­um og Norður­landi eystra. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is snúa aðgerðirn­ar að veit­inga­stöðum, gisti­heim­il­um og heim­il­um fólks.

Um er að ræða stærstu eða með þeim stærstu aðgerðum sem lögreglan hefur staðið í að sögn Elínar Agnesar Krist­ín­ar­dótt­ur, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá rann­sókn­ar­sviði lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Ekki fæst gefið upp hvort einhver hafi verið handtekinn.

Veit­ingastöðum Wok On hefur verið lokað í aðgerðunum, sem og gisti­húsinu Kast­ali Gu­est­hou­se í miðbæ Reykjavíkur. Fram kemur á heimasíðu Wok On að allir staðir keðjunnar séu lokaðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“