fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Dæmdur í 46 ára fangelsi – Myrti heila fjölskyldu

Pressan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 04:36

Joshua Jacques

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstu 46 árin, hið minnsta, verður Joshua Jacques, sem er 29 ára, í fangelsi. Hann var nýlega sakfelldur fyrir að hafa myrt fjögurra manna fjölskyldu. Sjálfur sagði hann að þetta hafi „verið fórn fyrir mikilvægan málstað“.

Morðin áttu sér stað í Bermondsey í suðurhluta Lundúna þann 25. apríl 2022. Jacques var þá ásamt unnustu sinni Samantha Drummonds í heimsókn hjá afa hennar og ömmu, Dolet Hill og Denton Burke. Móðir Samantha, Tanysha Ofori-Akuffo, var einnig stödd þar.

Nágrannar heyrðu undarleg hljóð berast frá húsinu og hringdu í lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á vettvang mætti hryllileg sjón þeim. Í forstofunni lá Denton Burke. Hann hafði verið stunginn margoft og blæddi úr honum. Ekki var nein lífsmerki að sjá hjá honum. Í eldhúsinu voru Samantha, Tanysha og Dolet og höfðu mætt sömu örlögum og Burke.

Jacques fannst annars staðar í húsinu og var handtekinn.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni er haft eftir Linda Bradley, yfirlögregluþjóni, að henni sé mjög brugðið vegna hinna hrottalegu morða: „Jacques myrti fjórar alsaklausar manneskjur á hrottalegan hátt og eyðilagði líf eftirlifandi ættingja þeirra.“

Jacques viðurkenndi fyrir dómi að hafa drepið fjölskylduna en krafðist þess að vera dæmdur fyrir manndráp af gáleysi. Hann rökstuddi þá kröfu með að hann hefði verið í „óminnisástandi“ vegna andlegs sjúkdóms og þetta hafi skert sjálfsstjórn hans og dómgreind.

En dómstólinn lagði ekki trúnað á þetta og dæmdi hann til þyngstu mögulegu refsingar, ævilangt fangelsi. Hann getur í fyrsta lagi sótt um reynslulausn eftir 46 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt