fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

5 handteknir í lögregluaðgerðum í dag

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2024 19:11

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Suður­nesj­um og Norður­landi eystra,  vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. RÚV greindi frá.

Húsleit var gerð á tugum staða um land allt, en um er að ræða stærstu aðgerð lögreglunnar af þessu tagi. Húsleitir voru gerðar á heimilum fólks og fyrirtækja. 

Veitingastaðirnir í eigu Davíðs Viðarssonar voru lokaðir víða, en hann á  Pho Víetnam og Wok On. Grunur leikur á að hann hafi brotið á réttindum starfsfólks, en hann á veitingastaði og aðra staði víða um land, meðal annars gisti­húsið Kast­ali Gu­est­hou­se í miðbæ Reykjavíkur.

Krónan hefur slitið samstarfi við Davíð, en þrír veitingastaðir Wok On voru reknir í verslunum Krónunnar. Aðgerðirnar standa enn yfir. 

Sjá einnig: Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í höfuðborginni – Húsleitir á fjölmörgum stöðum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máttu safna og skrá persónuupplýsingar barns íslensks diplómata

Máttu safna og skrá persónuupplýsingar barns íslensks diplómata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf