fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

5 handteknir í lögregluaðgerðum í dag

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2024 19:11

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Suður­nesj­um og Norður­landi eystra,  vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. RÚV greindi frá.

Húsleit var gerð á tugum staða um land allt, en um er að ræða stærstu aðgerð lögreglunnar af þessu tagi. Húsleitir voru gerðar á heimilum fólks og fyrirtækja. 

Veitingastaðirnir í eigu Davíðs Viðarssonar voru lokaðir víða, en hann á  Pho Víetnam og Wok On. Grunur leikur á að hann hafi brotið á réttindum starfsfólks, en hann á veitingastaði og aðra staði víða um land, meðal annars gisti­húsið Kast­ali Gu­est­hou­se í miðbæ Reykjavíkur.

Krónan hefur slitið samstarfi við Davíð, en þrír veitingastaðir Wok On voru reknir í verslunum Krónunnar. Aðgerðirnar standa enn yfir. 

Sjá einnig: Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í höfuðborginni – Húsleitir á fjölmörgum stöðum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga