fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fréttir

Theodór kokkur var með barnaníðsefni af börnum niður í fjögurra ára aldur – Hver var hinn dularfulli Arnar West?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. febrúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur yfir þrítugum matreiðslumanni, Theodóri Páli Theodórssyni, sem þann 12. janúar var sakfelldur fyrir fjölmörg kynferðisbrot og dæmdur í sjö ára fangelsi, hefur nú loksins verið birtur á vefsíðu dómstólanna.

Theodór var sakfelldur fyrir nauðganir á tveimur 14 ára stúlkum, fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og brot á áfengislögum, fyrir vændiskaup af lögráða konum og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Lítið hefur verið fjallað um síðastnefnda hluta málsins, barnaníðsefnið, en umfjöllun um þetta í texta dómsins er skuggaleg lesning.

Sjá einnig: Kokkurinn Theodór Páll dæmdur í sjö ára fangelsi – Ungar stúlkur í viðkvæmri stöðu voru skotmörk hans

Dómurinn leiddi í ljós að Theodór var með á farsíma sínum og í fartölvu 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Lögreglumaður greindi frá þessu fyrir dómi og segir svo um þann vitnisburð:

„Kvaðst vitnið jafnframt hafa fundið barnaníðsefni í farsíma og fartölvu ákærða. Fundist hefðu 260 ljósmyndir og 48 kvikmyndir í farsíma ákærða, sem sýndu börn nakin eða á kynferðislegan máta, mest drengi á aldrinum 10–14 ára, þ. á m. munnmök og samfarir. Í fartölvu ákærða hefðu fundist 503 ljósmyndir og 50 kvikmyndir, sem sýndu börn nakin eða á kynferðislegan máta, ein eða með fullorðnum, þ. á m. munnmök og samfarir, mest stúlkur á aldrinum 4–12 ára.“

Theodór neitaði því að hafa hlaðið efninu niður en sagðist hafa skoðað venjulegar klámsíður. Hann sagði að maður að nafni Arnar West hefði haft aðgang að tækjum hans en hann hefði búið á heimili hans um tíma. En sambýliskona Theodórs kannaðist ekki við hafa hitt þennan Arnar West né að hann hefði dvalist á heimili þeirra. Þegar lögregla benti Theodór á þetta breytti hann framburðinum og sagði að Arnar West hefði ekki búið á heimilinu heldur hefði bara komið í heimsókn. Þetta var ekki í eina skiptið sem hinn dularfulli Arnar West kom við sögu í rannsókn lögreglu og í réttarhöldunum.

Arnar West kom henni í samband við Theodór

Eins og áður hefur komið fram braut Theodór gegn unglingsstúlkum í viðkvæmri stöðu sem voru virkar í áfengisneyslu. Önnur stúlkan sem Theodór braut gegn lýsti því að hún hefði komist í kynni við vin Theodórs, Arnar West, í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Þegar hún bar sig eftir því við Arnar að kaupa áfengi kom hann henni í samband við mann sem hafði nafnið Áfengi Sala á Snapchat. Sá maður reyndist vera Theodór. Dómari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Arnar þessi West hefði verið Theodór sjálfur enda fannst enginn maður með slíku nafni við rannsókn lögreglu.

Stúlkan greindi frá því að hún hefði hitt Theodór tvisvar en hann bauð henni að greiða fyrir áfengi með kynlífsgreiðum. Í fyrra skiptið tók hann hana upp í bíl og ók með hana í Ármúla. Fór hann í sleik við hana í bílnum og leyfði hún honum að káfa á sér utan klæða. Fyrir þetta fékk hún 10 þúsund krónur og áfengisflösku.

Í síðara skiptið sem þau hittust nauðgaði hann henni í bílnum. Atvikinu er lýst svo í dómnum, þar sem endursagður er framburður stúlkunnar í yfirheyrslu í Barnahúsi:

„Greindi A einnig frá því við rannsókn málsins að í síðara skiptið, 26. júlí 2023, hefði hún samþykkt að veita ákærða munnmök á nærbuxunum gegn greiðslu á 70.000
krónum. Er hún hafi viljað hætta hafi ákærði tekið hana úr nærbuxunum, lagst yfir hana, sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar og haft við hana samfarir gegn hennar vilja. Hafi þetta átt sér stað í aftursæti bifreiðar ákærða, sem lagt hafi verið á svipuðum slóðum og í fyrra sinnið. Hafi ákærði í framhaldi af því greitt henni 150.000 krónur og meðal annars tekið út 90.000 krónur í hraðbanka til að greiða henni. Hún hafi yfirgefið bifreið ákærða við Grensásveg að þessu loknu.“

Hin stúlkan, sem einnig var 14 ára þegar Arnar braut gegn henni, greindi frá því að hún hefði hitt Theodór nokkrum sinnum og hann hefði haft samfarir við hana í leggöng í öll skiptin og greitt henni fyrir með reiðufé sem hann sótti í hraðbanka. Höfðu þau samfarir heima hjá honum. Kemur einnig fram að Theodór sótti hana þar sem hún var við störf í unglingavinnunni og ók síðan með hana heim til sín.

Bíllinn var í eigu sambýliskonunnar

Þess má geta að bíllinn sem Theodór var á er hann braut gegn stúlkunum var í eigu sambýliskonu hans. Gerði lögregla bílinn upptækan til leitar. Eins og áður hefur komið fram nauðgaði hann annarri stúlkunni í bílnum og við rannsóknina fundust lífsýni úr þeim báðum, meðal annars sæðisleifar Theodórs. Theodór neitaði því að hafa nauðgað eða haft samræði við stúlkurnar, í fyrstu sagðist hann aldrei hafa hitt þær en síðan sagðist hann hafa hitt þær til að selja þeim áfengi og þá talið þær eldri. Ekkert hefði síðan orðið af viðskiptunum.

Framburður Theodórs tók breytingum en framburður stúlknanna var stöðugur og metinn mjög trúverðugur. Hann var einnig í samræmi við gögn málsins, til dæmis áðurnefnd lífsýni, sem og upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu Theodór sækja peninga í hraðbanka til að greiða þeim fyrir kynlíf með, rétt eins og þær vitnuðu um að hann hefði gert.

Sex milljónir í miskabætur

Dómurinn er langur og ítarlegur en hann má lesa hér. Sem fyrr segir var Theodór dæmdur í sjö ára fangelsi en frá refsingunni dregst óslitið gæsluvarðhald frá 30. júlí 2023, þegar Theodór var handtekinn, og fram til dagsins þegar dómurinn féll, sem var 12. janúar.

Hann var jafnframt dæmdur til að greiða hvorri stúlku um sig þrjár milljónir króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bílstjóri ráðherra lagði íslenska ríkið – Fær orlofsgreiðslur á fasta 55 klukkustunda yfirvinnu

Bílstjóri ráðherra lagði íslenska ríkið – Fær orlofsgreiðslur á fasta 55 klukkustunda yfirvinnu
Fréttir
Í gær

Ástþór sakaður um ágengni þegar hann mætti óboðinn í matsal HA – „Þeir voru bara í grunnskólabörnum“

Ástþór sakaður um ágengni þegar hann mætti óboðinn í matsal HA – „Þeir voru bara í grunnskólabörnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn lögreglu á gluggagægjunum lokið – „Þeir hafa engin tengsl við nein innbrot“

Rannsókn lögreglu á gluggagægjunum lokið – „Þeir hafa engin tengsl við nein innbrot“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áfram auknar líkur á eldgosi en fyrirvari gæti verið innan við 30 mínútur

Áfram auknar líkur á eldgosi en fyrirvari gæti verið innan við 30 mínútur