fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Eiturgas lak um höfuðstöðvar sænsku öryggislögreglunnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 19:30

Höfuðstöðvar Säpo. Mynd: Säkerhetspolisen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag voru höfuðstöðvar sænsku öryggislögreglunnar Säpo, í Solna norður af Stokkhólmi, rýmdar eftir að grunur lék á um að gasleki hefði komið upp í byggingunni. Nokkrir starfsmenn veiktust. Nú hefur verið staðfest að um var að ræða baneitraða gastegund.

Um var að ræða Fosgen, öðru nafni kóbalt klóríð, sem er eitrað og hefur verið notað sem efnavopn í hernaði.

Það er Aftonbladet sem greinir frá.

Mikið tilstand var þegar byggingin var rýmd síðastliðinn föstudag. Stórt svæði var afgirt og fólk á svæðinu var beðið um að halda sig innandyra. Alls voru 8 manns fluttir á sjúkrahús.

Skömmu eftir að byggingin var rýmd bárust fréttir að um fosgen hefði verið að ræða en lögreglan vísaði því á bug. Skjöl yfirvalda í Stokkhólmsumdæmi hafa hins vegar sýnt fram á að sannarlega var um fosgen að ræða.

Samkvæmt skjölunum varð það strax ljóst á föstudag þegar embættismenn í umdæminu funduðu með viðbragðsaðilum að um væri að ræða fosgen, mælingar hefðu staðfest það. Magnið sem mældist var 0,6 milljónustuhlutar (ppm) en til að bana manneskju á einni mínútu þarf 500 milljónustuhluta. Það voru starfsmenn eignaumsjónar hússins sem framkvæmdu mælinguna en mælingarbúnaður var á þaki byggingarinnar.

Í skjölunum segir að fosgen geti myndast við logsuðu.

Fosgen er lyktarlaust og getur í nægilega miklu magni meðal annars valdið öndunarerfiðleikum, ógleði, og brjóstverkjum.

Þessi eiturgasleki um höfuðstöðvar Säpo er til rannsóknar hjá lögreglunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt