fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fréttir

Færslu Joe Biden er deilt í gríð og erg – „Nákvæmlega eins og við skipulögðum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 06:30

Svona lítur Biden út á myndinni sem hann biri með færslunni. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, birti færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Ofurskálinni lauk aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma. Færslan hefur vakið mikla athygli og verið dreift í gríð og erg á samfélagsmiðlum.

Í færslunni sést Joe Biden með laseraugu og skælbrosandi og með fylgir textinn: „Nákvæmlega eins og við skipulögðum.“

Færslan er túlkuð sem svar við samsæriskenningum, sem hafa farið mikinn, um að Biden og Demókratar hafi átt hlut að máli varðandi Ofurskálina. Samkvæmt samsæriskenningum hægrimanna þá réðu Demókratar því að Kansas City Chiefs sigruðu San Francisco 49ers í leiknum og að þeir hafi notið stuðnings söngkonunnar Taylor Swift í þessu.

Ástæðan fyrir því að Taylor Swift er dregin inn í þetta er að hún er unnusta Travis Kelce sem leikur með Kansas City Chiefs. Að mati hægrimanna gengur samsærið út á að tryggja Biden áframhaldandi setu í Hvíta húsinu.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa nýlega umfjöllun DV.is um þessa samsæriskenningu.

Klikkuð samsæriskenning um vinsælustu tónlistarkonu heims breiðist út meðal stuðningsmanna Trump

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eiturgas lak um höfuðstöðvar sænsku öryggislögreglunnar

Eiturgas lak um höfuðstöðvar sænsku öryggislögreglunnar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Veitinga- og athafnamaður á skilorði vegna skattsvika og fékk 87 milljón króna reikning frá ríkissjóð

Veitinga- og athafnamaður á skilorði vegna skattsvika og fékk 87 milljón króna reikning frá ríkissjóð