fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2024 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður kalt í veðri þegar nýtt ár gengur í garð og er útlit fyrir að frostið á höfuðborgarsvæðinu fari í tveggja stafa tölu á gamlárskvöld.

Í dag má gera ráð fyrir suðvestan 10 til 18 metrum á sekúndu og slydduéljum eða skúrum sunnan- og vestantil framan af morgni. Á norðaustanverðu landinu verður aftur á móti úrkomulítið.

Um helgina fer veður svo kólnandi og á sunnudag, 29. desember, er gert ráð fyrir 5 til 20 stiga frosti á landinu þar sem kaldast verður inn til landsins. Það verður bjart á suðurhelmingi landsins og hægur vindur.

Á mánudag verður austlæg átt og snjókoma með köflum en norðlægari og dálítil ég norðaustanlands, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Talsvert frost verður áfram um allt land. Og um gamlársdag og nýársdag segir í spá Veðurstofunnar:

„Fremur hæg norðlæg og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt bjartviðri. Áfram kalt í veðri.“

Samkvæmt spákorti Veðurstofunnar klukkan 12 á miðnætti á gamlárskvöld má gera ráð fyrir 14 stiga frosti á höfuðborgarsvæðinu, 12 stiga frosti á Akureyri og 9 stiga frosti á Egilsstöðum. Nýja árið heilsar einnig með talsverðu frosti og þannig má gera ráð fyrir 12 stiga frosti í hádeginu á nýársdag á höfuðborgarsvæðinu og 8 stiga frosti norðan heiða.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og víða dálítil él. Gengur í norðan 10-15 með snjókomu eða éljagangi uppúr hádegi, fyrst norðvestantil, en rofar til sunnan heiða. Frost 1 til 10 stig, minnst við sjávarsíðuna.

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en 8-15 m/s og él norðaustanlands fram á kvöld. Frost 5 til 20 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag:
Austlæg átt snjókoma með köflum, en norðlægari og dálítil él norðaustanlands. Talsvert frost um allt land.

Á þriðjudag (gamlársdagur) og miðvikudag (nýársdagur):
Fremur hæg norðlæg og dálítil él á Norður- og Ausutrlandi, en annars yfirleitt bjartviðri. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir hæga vinda, bjartviðri og hörkufrost.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Bókakaffi með glæpaívafi

Bókakaffi með glæpaívafi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum
Fréttir
Í gær

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan hefur beitt rafvarnarvopnum sjö sinnum

Íslenska lögreglan hefur beitt rafvarnarvopnum sjö sinnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar