fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2024 07:00

Endar Vladimír Pútín dinglandi í ljósastaur? Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar verðhækkanir, veikur gjaldmiðill og stöðnun í mikilvægum geirum getur valdið krísu í Rússlandi á næsta ári og grafið undan stuðningnum við stríðsreksturinn í Úkraínu.

Rússar hafa náð nokkrum árangri á vígvellinum á þessu ári og hafa yfirhöndina á vígvellinum í austurhluta Úkraínu. En þetta hefur reynst þeim mjög kostnaðarsamt því bæði mannfall og tjón á hergögnum er mikið.

En útlitið er óljóst fyrir næsta árið eða svo vegna ástandsins heima fyrir í Rússlandi. Á sama tíma og hersveitirnar leggja smám saman meira og meira úkraínskt landsvæði undir sig og áróðursvél Pútíns básúnar hvern einasta smásigur út sem mikilvægan vendipunkt í stríðinu, þá hafa hættumerkin í rússnesku efnahagslífi orðið sífellt greinilegri á síðustu mánuðum að því er segir í greiningu Jótlandspóstsins á stöðu mála.

Þýska hugveitan Stiftung Wissenschaft und Politik segir í greiningu á stöðu mála að meiri hætta sé á efnahagskreppu á næsta ári en fram að þessu. Nýjar refsiaðgerðir eða lægra olíuverð geti haft mikil áhrif.

Á síðustu tveimur árum hefur pöntunum rignt yfir hluta af iðnfyrirtækjum landsins og laun hafa hækkað sem aldrei fyrr. Útgjöld til hersins hafa tvöfaldast á síðustu tveimur árum og nema nú 7-8% af vergri landsframleiðslu.

Þetta hefur valdið miklum vexti í varnarmálaiðnaðinum sem hefur bætt hálfri milljón starfsmanna við sig síðasta árið. Þetta hefur einnig valdið miklu launahækkunum og segja rússneskir fjölmiðlar til dæmis að launin hafi hækkað um 40% í Uralvagonzavod, sem er stór skriðdrekaverksmiðja í Úral.

Greiðslur hafa verið hækkaðar til þeirra sem ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Þeir koma flestir úr fátækustu og minnst þróuðu héruðum landsins. En greiðslurnar lokka þá og þannig hefur tekist að fylla í skörð þeirra mörg hundruð þúsunda sem hafa fallið og særst í stríðinu. En þetta ýtir einnig undir verðbólguna og það getur orðið erfitt að halda aftur af henni.

Samkvæmt opinberum tölum þá er verðbólgan 10% núna en miklar verðhækkanir hafa orðið á sumum vörutegundum. Til dæmis hefur smjör hækkað um 30% frá áramótum og matarolía um 40-50%. Húsaleiga í Moskvu hefur hækkað um 40-65% frá áramótum og vextir fasteignalána eru nú 25-30%.

Hvort Rússum tekst að sigla þolanlega í gegnum þetta ástand, ræðst að hluta til af þeim pólitísku ákvörðunum sem verða teknar í Moskvu og að miklum hluta af olíuverðinu en stjórnvöld hafa engin áhrif á það.

Landið varð að hluta til gjaldþrota 1998 þegar olíuverðið var um 10 dollarar fyrir tunnuna. Núna er það um 70 dollarar. Þrátt fyrir refsiaðgerðir Vesturlanda hefur Rússum tekist að halda olíuútflutningi sínum gangandi en sömu sögu er ekki að segja af útflutningi á gasi.

Ef það dregur úr eftirspurn eftir olíu á næsta ári eða ef Vesturlönd herða refsiaðgerðir sínar gegn Rússlandi enn frekar, þá getur það haft mikil og skjót áhrif á Rússland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“