fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Mjög hefur dregið úr stórskotaliðsgetu Rússa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 04:29

Rússar hafa mörg skelfileg vopn í vopnabúri sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi ekki lengur algjöra yfirburði á vígvellinum þegar kemur að stórskotaliði.  En á móti virðast Rússar geta bætt fyrir þetta með því að nota svokallaðar „svifsprengjur“.

Þetta er mat vestrænna embættismanna sem benda á að fyrir ekki svo löngu hafi Rússar getað skotið 5 fallbyssuskotum á móti hverju 1 skoti Úkraínumanna. Nú eru þeir aðeins sagðir geta skotið 1,5 skotum á móti hverju 1 skoti Úkraínumanna.

Vestrænir embættismenn segja að nokkrar ástæður séu fyrir þessari skertu getu Rússa. Má þar nefna takmarkaða framleiðslugetu rússneskra vopnaverksmiðja, erfiðleika við flutning á skotfærum til fremstu víglínu með járnbrautarlestum og drónaárásir Úkraínumanna á vopnageymslur.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þessu til viðbótar hafi skotfærasendingar Vesturlanda aukið varnargetu Úkraínumanna.

Eins og fyrr sagði, þá virðast Rússar geta bætt sér þennan stórskotaliðsskort upp með því að nota svifsprengjur en notkun þeirra hefur aukist mjög mikið og hafa þær leikið Úkraínumenn grátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“