fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarmenn sem náð hafa völdum í Sýrlandi komust inn í bílageymslu sem sögð er hafa verið í eigu Bashar al-Assad Sýrlandsforseta.

Assad ríkti sem einræðisherra í Sýrlandi í tæpan aldarfjórðung og er hann sagður hafa sankað að sér allskonar lúxusbifreiðum í gegnum árin.

CNN birti meðfylgjandi myndband á vef sínum í gærkvöldi en það ku hafa verið tekið skammt frá forsetahöllinni í Damaskus, nánar tiltekið í al-Mazzeh hverfinu.

Í frétt CNN kemur fram að þar inni hafi verið 40 lúxusbílar af ýmsum gerðum, til dæmis Ferrari F50 sem kostar nokkur hundruð milljónir króna. Á myndbandinu sést einnig Lamborghini, Rolls Royce og Bentley sem og hefðbundnari ökutæki frá framleiðendum á borð við Mercedes Benz og BMW og Audi.

Eins og komið hefur fram hefur Bashar al-Assad, eiginkona hans og þrjú uppkomin börn fengið pólitískt hæli í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“