fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarmenn sem náð hafa völdum í Sýrlandi komust inn í bílageymslu sem sögð er hafa verið í eigu Bashar al-Assad Sýrlandsforseta.

Assad ríkti sem einræðisherra í Sýrlandi í tæpan aldarfjórðung og er hann sagður hafa sankað að sér allskonar lúxusbifreiðum í gegnum árin.

CNN birti meðfylgjandi myndband á vef sínum í gærkvöldi en það ku hafa verið tekið skammt frá forsetahöllinni í Damaskus, nánar tiltekið í al-Mazzeh hverfinu.

Í frétt CNN kemur fram að þar inni hafi verið 40 lúxusbílar af ýmsum gerðum, til dæmis Ferrari F50 sem kostar nokkur hundruð milljónir króna. Á myndbandinu sést einnig Lamborghini, Rolls Royce og Bentley sem og hefðbundnari ökutæki frá framleiðendum á borð við Mercedes Benz og BMW og Audi.

Eins og komið hefur fram hefur Bashar al-Assad, eiginkona hans og þrjú uppkomin börn fengið pólitískt hæli í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“