fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Vinir og ættingjar Helgu Rakelar hrinda af stað söfnun – „Operation í stólinn fyrir jólin“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2024 10:30

Helga Rakel Rafnsdóttir Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona greindist með MND-sjúkdóminn fyrir þremur árum síðan. Helga Rakel er í hjólastól og hafa vinir hennar og ættingjar nú hrundið af stað átaki um að safna fyrir hjólastól fyrir hana.

Operation í stólinn fyrir jólin kallast átakið og vilja þau sem að því standa koma Helgu Rakel í stólinn fyrir jólin.

„Okkur finnst mikilvægt að hún geti notið aukinna lífsgæða sem stóllinn býður upp á. Höfnun frá Sjúkratryggingunum á að taka þátt í kostnaði við stólinn rak okkur í þessa söfnun. Hún hefur fengið þennan frábæra IBOT lánaðan hjá Öryggismiðstöðinni af og til og þekkir því kosti hans vel. IBOT stóllinn eykur sjálfstæði hennar og gerir henni kleift að komast sinna ferða í mun meiri mæli en nú er.  Stóllinn er á leið úr landi ef hann verður ekki keyptur. Góðu fréttirnar eru að það er þegar búið að styrkja hana um 5,5 milljónir þannig að nú þarf bara að ná að brúa bilið. Margt smátt gerir eitt stórt.“

DV kannaði hvað bilið er sem þarf að brúa:

„Já bilið sem þarf að brúa er 5,5 milljónir plús vsk sem er þá 6.820.000 kr. og söfnunin gengur vel.“

Þeir sem geta lagt Helgu Rakel lið geta lagt inn á neðangreindan reikning, Sólveig Guðmundsdóttir fer fyrir söfnuninni:

Kennitala: 190577-3769

Bankareikningur: 0702-15-190577

Sjá einnig: Líf Helgu Rakelar allt annað eftir að hún fékk lyfið:„Ég er sterkari en ég var fyrir ári og það gerist ekki í þessum sjúkdómi“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“