fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fréttir

Fjölskylduharmleikurinn á Tenerife líklega útkljáður fyrir íslenskum dómstólum

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 30. nóvember 2024 09:00

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona, sem handtekin var á Tenerife fyrir að ganga í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu, er laus úr haldi ytra og er komin til Íslands. Þetta hefur DV fengið staðfest. Engar kærur lágu fyrir og því var konan frjáls ferða sinna. Heimildir  herma að fórnarlömb árásanna hafi ákveðið að draga kærur sínar tilbaka og hyggjast útkljá málið hér heima frekar en að standa í málarekstri fyrir spænskum dómstólum.

Greint var frá því á mánudaginn að fertug íslensk kona hefði verið handtekin á Tenerife fyrir áðurnefnda árás sem átti sér stað föstudaginn fyrir viku. Var hún stödd þar ytra ásamt stórfjölskyldu sinni í vetrarfríi.

Samkvæmt lögregluskýrslu kom fram að árásin hafi átt sér stað klukkan 23.30 og aðdragandinn hafi verið sú að konan komst skyndilega í uppnám þegar barnungur sonur hennar var enn vakandi.
Hún brást illa við því þegar mágkona hennar lagði til að hún myndi svæfa barnið og réðst fyrirvaralaust til atlögu. Kemur fram að árásarkonan hafi rifið í mágkonu sína, hrint henni á vegg og þaðan í gólfið og grýtt tveimur vínglösum í átt að mágkonu sinni og tengdamóður.

Sú síðastnefnda reyndi að skakka leikinn og róa konuna en þá hafi árásin beinst að tengdamóðurinni. Konan hafi einnig rifið í hana, hrint henni í gólfið og að öllum líkindum kýlt hana í augað í leiðinni.
Tengdafaðir konunnar hafi einnig verið hrint í gólfið eftir að hafa reynt að róa konuna en hann kærði ekki árásina.

Hótelherbergið þar sem árásin átti sér stað var blóði drifið eftir fjölskylduharmleikinn. Þá vakti það talsverða athygli að í spænsku lögregluskýrslunni var sérstaklega tiltekið að konan glímdi við geðhvörf.

Árásarkonan hefur áður komist í kast við lögin hérlendis fyrir eignaspjöll, árás á lögreglumann og fyrir að hafa margsinnis keyrt undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Hlaut hún meðal annars skilorðsbunda fangelsisdóma fyrir þessi afbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pawel segir liðna kosningabaráttu ekki þá sem hann sé stoltastur af – „Þarna var fylgið botnfrosið í 3 prósentum“

Pawel segir liðna kosningabaráttu ekki þá sem hann sé stoltastur af – „Þarna var fylgið botnfrosið í 3 prósentum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elon Musk fær stuðning úr afar óvæntri átt

Elon Musk fær stuðning úr afar óvæntri átt
Fréttir
Í gær

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn
Fréttir
Í gær

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín
Fréttir
Í gær

Rússneskum efnahag blæðir – „Versta hugsanlega útkoman“

Rússneskum efnahag blæðir – „Versta hugsanlega útkoman“
Fréttir
Í gær

Steingrímur svekktur eftir úrslitin: Spáir í spilin varðandi framtíð VG

Steingrímur svekktur eftir úrslitin: Spáir í spilin varðandi framtíð VG