fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Nýtt rússneskt flugskeyti flaug á 11 földum hljóðhraða í 15 mínútur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 07:30

Hér sést Oreshnik flugskeyta springa í Dnipro nýlega. Skjáskot/Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska leyniþjónustan segir að Oreshnik-flugskeytið, sem Rússar skutu á borgina Dnipro í síðustu viku, hafi flogið á 11 földum hljóðhraða í 15 mínútur.

Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá leyniþjónustunni þá hafi flugskeytinu, sem er langdrægt, verið skotið á loft í Astrakhan-héraðinu og hafi hæft skotmark sitt í Dnipro 15 mínútum síðar. Segir leyniþjónustan að flugskeytinu hafi líklega verið skotið frá „Kedr“ flugskeytastöðinni.

Flugskeytið var með sex sprengiodda sem voru hver fyrir sig með sex minni sprengiodda.

Þetta er ein nýjasta flugskeytategund Rússa og segja þeir að þessi flugskeyti dragi allt að 5.000 kílómetra. Það er því hægt að skjóta þeim á stærstan hluta Evrópu og vesturströnd Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“