fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fréttir

Telur minnst fjóra hafa verið á vettvangi er Geirfinni var ráðinn bani og miklu fleiri viti sannleikann í málinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bókinni „Leitin að Geirfinni“ er rannsóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar, sem lögreglan í Keflavík setti af stað, gagnrýnd mjög harðlega og bent á mótsagnir og alvarlegar veilur í henni. Höfundur bókarinnar, Sigurður Björgvin Sigurðsson, slær út af borðinu þá kenningu lögreglunnar að Geirfinnur hafi verið á leynifundi með ókunnum manni í Hafnarbúðinni kvöldið sem hann hvarf, 19. nóvember árið 1974.

Lögregla lét á sínum tíma hafa eftir sér að Geirfinnur hafi farið til fundar við mann í Hafnarbúðinni í Keflavík eftir að maðurinn hafði hringt heim til hans. Geirfinnur hafi gripið í tómt og gengið aftur heim. Maðurinn hafi síðan hringt í hann aftur og Geirfinnur þá farið aftur út til fundar við hann, um kl. 22:30 um kvöldið. Síðan hefur ekki sést til Geirfinns.

Samkvæmt niðurstöðum Sigurðar í bókinni fór Geirfinnur aldrei til fundar við mann í Hafnarbúðinni, heldur fór eingöngu þangað til að kaupa sér sígarettur. Hann þáði síðan far heim með sameiginlegum kunningja sínum og Guðnýjar, eiginkonu sinnar. Því síður fór Geirfinnur til annars fundar við manninn í Hafnarbúðinni þetta kvöld heldur átti hann ekki afturkvæmt eftir heimförina, þar sem hann lenti í átökum við manninn sem ók honum heim. Átökum sem lyktaði með dauða hans.

Í bókinni er bent á að Guðný, eiginkona Geirfinns, hafi verið margsaga í yfirheyrslum um dvalarstaði sína þetta kvöld. Hún segist ýmist hafa verið að heiman eða heima. Í einni útgáfunni segist hún hafa verið á Bókasafni Keflavíkur en það var lokað þetta kvöld. Niðurstaða bókarinnar er sú að hún hafi í raun ekki verið heima um kvöldið en hafi verið nýkomin þangað ásamt ástmanni sínum, Svanbergi Helgasyni, þegar Geirfinnur kom heim úr Hafnarbúðinni upp úr kl. 22. Börn hennar og Geirfinns hafi verið hjá foreldrum Guðnýjar í Njarðvík. Lögreglan í Keflavík gaf það út að sonur Geirfinns hafi svarað í símann er huldumaðurinn sem vildi fá Geirfinn til fundar í Hafnarbúðinni hringdi. En það getur ekki staðist samkvæmt bóknni, því sonurinn var ekki heima.

Þagnarmúr

Samkvæmt niðurstöðum bókarinnar urðu fjórar manneskjur, sem enn eru á lífi, vitni að dauða Geirfinns við heimili hans, að kvöldi 19. nóvember 1974. Þar ber fyrstan að telja mann sem þá var um 10 gamall og segist hafa orðið vitni að átökum Geirfinns og annars manns í gegnum glugga að bílskúrnum við heimilið. Segir hann manninn hafa slegið Geirfinn í gólfið og síðan slegið hann með hamri.

Samkvæmt bókinni bendir allt til þess að árásarmaðurinn sé kunninginn sem ók Geirfinni heim. Er Geirfinnur kom inn á heimilið voru þar fyrir Guðný, eiginkona hans, og ástmaðurinn Svanberg Helgason. Hafi þá brotist út átök, þar sem ætlunin var ekki að vinna Geirfinni mein, en menn misstu stjórn á sér.

Hinar þrjár manneskjurnar á vettvangi eru árásarmaðurirnn, ástmaðurirnn Svanberg og Guðný, eiginkona Geirfinns.

Sjá einnig: Ný bók um hvarf Geirfinns kemur út í dag – Sagður hafa verið myrtur við heimili sitt

Sigurður Björgvin, höfundur bókarinnar, telur að mun fleiri viti sannleikann í málinu en þessar fjórar manneskjur sem voru á vettvangi. Sem dæmi nefnir hann móður og stjúpföður Guðnýjar, eiginkonu Geirfinns, sem hafi lesið í blöðunum að sonarsonur þeirra hafi svarað í síma er ókunnur maður spurði eftir Geirfinni föður hans, en þau viti að drengurinn var staddur hjá þeim í Njarðvík þegar þetta á að hafa átt sér stað.

Segir Sigurður að vitneskjan um örlög Geirfinns sé útbreiddari en hann hafi órað fyrir. „Málshátturinn þjóð veit þá þrír vita á ekki við hér. Það er gríðarlega sterkur þagnarmúr í kringum þetta mál og það undrar mig hvað sá múr hefur haldið, í ljósi þess hve margt fólk býr yfir þessari vitneskju,“ segir Sigurður.

Sjá einnig: Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Eins og áður hefur komið fram hefur aðstandendum bókarinnar ekki tekist að koma gögnum um málið í hendur yfirvalda. Hvorki héraðssaksóknari né dómsmálaráðuneytið hafa viljað taka við gögnunum, sem innihalda meðal annars nöfn aðila sem hafa vitneskju um afdrif Geirfinns, og vísað hefur verið á lögregluna á Suðurnesjum. En Sigurður vill ekki að það verði ákvörðun héraðslögreglu hvort málið verður rannsakað að nýju, heldur vill hann að fyrirskipun um slíkt komi ofar úr valdakerfinu. Segir hann málið vera í viðkvæmum farvegi sem hann vill ekki ræða nánar að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bergur Felixson er látinn

Bergur Felixson er látinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign
Fréttir
Í gær

Þorgerður segir að Kristrún eigi að fá umboðið

Þorgerður segir að Kristrún eigi að fá umboðið
Fréttir
Í gær

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn