fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 07:00

Úkraínskur hermaður stendur vörð yfir rússneskum stríðsföngum í Kursk. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru ekki á þeim buxunum að hætta stríðsrekstri sínum í Úkraínu og treysta á að hafa sigur á grunni meiri mannafla og búnaðar, sem sagt að þeir geti þraukað lengur en Úkraínumenn. Nú í vikunni bárust þau tíðindi að Bandaríkjamenn hafi heimilað Úkraínumönnum að nota bandarísk flugskeyti til árása á rússneskt landsvæði.

Þetta þýðir að enn einu sinni fóru Vesturlönd yfir hin svokölluðu „rauðu strik“ Pútíns þegar kemur að stuðningi við Úkraínu. Það hefur aldrei haft neina þýðingu að farið hafi verið yfir þessi strik því hótanir Pútíns hafa reynst innistæðulausar með öllu.

Pútín brást að vísu við í vikunni með að breyta reglum um kjarnorkuvopnanotkun hers síns og eru viðmiðin fyrir beitingu þeirra nú ekki eins ströng og áður.

Það er því kannski engin furða að sumir spyrji sig hvort þriðja heimsstyrjöldin sé í uppsiglingu og hvort einhverjar líkur séu á að hægt verði að koma á friði á milli Rússlands og Úkraínu.

TV2 leitaði til tveggja sérfræðinga, Kristian Søby Kristensen og Claus Mathiesen til að fá álit þeirra á þessu. Þeir eru báðir hernaðarsérfræðingar og fylgjast vel með gangi mála.

Þeir voru sammála um að eins og staðan er núna, þá stefni ekki í heimsstyrjöld en þeir eru einnig sammála um að ekki sé útlit fyrir frið í náinni framtíð.

Þeir sögðu að þrátt fyrir að Úkraínumenn hafi fengið grænt ljós á að skjóta bandarískum flugskeytum á rússneskt landsvæði, þá breyti það ekki miklu og hvorki Rússar né Bandaríkjamenn hafi áhuga á stigmögnun stríðsins.

Kristensen sagði að miðað við núverandi stöðu mála þá þjóni það engum tilgangi fyrir Rússa að beita kjarnorkuvopnum.

Mathiesen sagðist eiga erfitt með að sjá að friðarviðræður á milli Rússa og Úkraínumanna hefjist í náinni framtíð. Meðal þess sem geri að verkum að það sé útilokað, sé að Úkraínumenn séu með hluta Kúrsk-héraðs á sínu valdi og á meðan svo sé, þá muni Rússar ekki setjast við samningaborðið. Þá vilji Úkraínumenn ekki ræða um frið í kjölfar innlimunar fjögurra úkraínskar héraða í rússneska ríkjasambandið.

Hann sagði að átökin muni því halda áfram en hversu lengi ráðist af hversu vel Vesturlönd muni styðja við bakið á Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm