fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Safna undirskriftum gegn þéttingu byggðar á grænum svæðum í Innri-Njarðvík – „Umhverfisslys“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. október 2024 19:43

Reykjanesbær. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til að verja græn svæði fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu. Segja íbúarnir þegar skort á grænum svæðum fyrir íþróttir, heilsueflingu og útvisti.

„Á undanförnum árum hefur þétting byggðar verið mikil í Innri-Njarðvík sem því miður hefur bitnað á opnu svæðunum okkar,“ segir í færslu með undirskriftasöfnuninni sem var komið af stað á vefsíðunni island.is í dag.

Þegar hafa 88 skrifað undir en undirskriftasöfnunin er opin til 2. janúar á næst ári.

Kemur fram að á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins þann 7. júní síðastliðinn hafi komið fram tillaga að nýju aðalskipulagi. Í henni komi fram áform um að setja íbúðarhverfi á svæði sem hingað til hafi verið merkt sem græn.

„Við íbúar í Innri-Njarðvík förum fram á það að opnu svæðin verði það áfram og þau skipulögð með hagsmuni okkar íbúa svæðisins í huga,“ segir í færslunni. „Hér er um að ræða stór óafturkræf mistök sem við krefjumst endurskoðunar á. Hér er nú þegar skortur á fjölbreyttum grænum svæðum fyrir íþróttir, heilsueflingu og útivist. Við hvetjum alla sem vilja koma í veg fyrir að þetta umhverfisslys verði að veruleika að skrifa undir.“

Hægt er að skrifa undir hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu