fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Svandís ætlar ekki að sitja í starfsstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 20:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það andar köldu á milli Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, og Svandísar Svavarsdóttur, formanns VG, í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna í Silfrinu á RÚV.

Bjarni sagði að eini augljósi kosturinn fram væri að núverandi stjórn myndi sitja sem starfsstjórn fram að kosningum í lok nóvember.

Svandís lýsti því hins vegar yfir að VG muni ekki sitja í stjórn undir forsæti Bjarna, ekki heldur starfsstjórn í stuttan tíma. Leggur hún til að Bjarni biðjist lausnar og Sigurður Ingi taki við sem forsætisráðherra í starfsstjórn.

Bjarni sagði þetta tal undarlegt og fráleitt. „Það er undarlegt að heyra svona koma frá jafnreyndum stjórnmálamanni,“ sagði Bjarni um hugmyndir Svandísar um það sem núna á að taka við fram að kosningum. „Þetta er einhver furðukenning sem ég hef aldrei heyrt áður, þetta er einhver misskilningur því miður,“ sagði hann ennfremur.

Svandís sagði: „Við erum með ákveðinn pólitískan veruleika fyrir framan okkur og Bjarni getur ekki einn stýrt framvindunni, að taka ákvörðun um að slíta hér ríkisstjórnarsamstarfi og telja síðan í framhaldinu að hann hafi öll spil á hendi.“

Aðspurð sagði Svandís að VG tæki ekki þátt í ríkisstjórn sem Bjarni leiðir, sama þó að það sé starfsstjórn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir