fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. október 2024 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að mótmælendur hafi fyrr í dag heft för lögreglubifreiðar sem var í forgangsakstri á leið á slysstað.

Í dagbókinni, sem send er fjölmiðlum tvisvar á hverjum sólarhring, segir að tilkynnt hafi verið um harðan árekstur í hverfi 105 í Reykjavík. Lögreglan hafi verið send á vettvang með forgangi þar sem ekki hafi verið vitað um meiðsli. Á leið á vettvang hafi fólk í mótmælagöngu gengið í veg fyrir lögreglubifreiðina og gert í því að stöðva för lögreglunnar.

Í dagbókinni segir að það sé mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för hennar.

Ekki kemur fram um hvaða mótmæli var að ræða en væntanlega hafa þarna verið á ferð mótmælendur sem mótmæltu í dag hernaði Ísraels í Palestínu og Líbanon. Mótmælin fóru að hluta til fram við bandaríska sendiráðið við Enjateig, sem er einmitt í hverfi 105, en í fréttum fjölmiðla kemur fram að til stympinga hafi komið við sendiráðið, á milli mótmælenda og lögreglumanna, og að rauðri málningu hafi verið skvett á vegg sendiráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“