fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. september 2024 14:30

Mynd sem stuðningsmenn Trump létu gervigreind útbúa til að sýna meint ástand í Springfield

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um að innflytjendur í borginni Springfield í Ohio-fylki væru að leggja sér gæludýr til munns hafa dregið dilk á eftir sér. Nú hefur dreifibréf, sem sagt er gefið út af hinum alræmdu Ku Klux Klan-samtök, vakið athygli en þar er þess krafist að innflytjendur verði fluttir frá borginni, og Bandaríkjunum yfir höfuð, í massavís.

Blaðamaðurinn Noah Lanard, sem skrifar fyrir vinstrisinnaða miðilinn Mother Jones, vakti athygli á þessu og birti mynd af bréfi sem sagt er í dreifingu.

 

Tæplega 60 þúsund manns búa í Springfield en á undanförum árum hafa um 12-15 þúsund íbúar frá Haítí flutt þangað löglega, ekki síst út af hagstæðum fasteignamarkaði.

Yfirvöld í bænum hafa vísað því alfarið á bug að gæludýraát þekkist í bænum en það hefur ekki slegið Donald Trump út af laginu. Hann hefur á undanförum dögum ítrekað fullyrðingarnar vafasömu og endurrómað skilaboðin sem koma fram í Ku Klux Klan-dreifibréfinu. Ef hann komist til valda verði innflytjendur fluttir úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol
Fréttir
Í gær

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík