fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fréttir

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 09:00

Unnar Karl Halldórsson er fallinn frá

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttumaðurinn og samfélagsrýnirinn Unnar Karl Halldórsson, framkvæmdastjóri Lóðaþjónustunnar, er fallinn frá aðeins fimmtugur að aldri. Hann lést á Landspítalanu þann 20. júlí síðastliðinn.

Unnar Karl vakti mikla athygli fyrir pistlaskrif sín en þar lét hann rækilega í sér heyra varðandi jafnrétti kynjanna og barðist gegn kynbundnu ofbeldi í hvívetna. Var hann sérstaklega gagnrýnin á íþróttahreyfinguna en innan hennar sagði hann kynferðisofbeldi þrífast í skjóli þagnar og rangfærslna. Þá var hann reglulegur gestur í ýmsum hlaðvörpum og viðtalsþáttum þar sem hann lét skoðanir sínar í ljós, tæpitungulaust.

Sjá einnig: „Hvað í fjandanum erum við svona hræddir við?“

Má leiða að því líkum að það hafi vakið eftirtekt að grjótharður iðnaðarmaður með bakgrunn úr hnefaleikum, en Unnar Karl var formaður Hnefaleikafélags Reykjavíkur um tíma og vann þar mikið starf, hafi verið með svo ástríðufullar skoðanir á jafnréttismálum.

Húðskammaði kynbræður sína og hvatti þá til að standa með konum

Til að mynda húðskammaði Unnar Karl þá karlmenn sem gagnrýndu kvennaferkfallið sem fór fram í fyrra og ítrekað þá skoðun sína að typpi ættu ekki að tryggja hærri laun.

„Karlmenn, hættum þessu rugli og kvörtunum yfir því að konurnar okkar séu að fara fram á sama rétt og við. Hættum að bulla þetta með að þær séu ekki „allar á sjónum og byggi ekki hús. Það er enginn að tala um þetta og það er enginn að dælda egóið okkar. Drullum okkur á lappir og stöndum með þeim í þeirra baráttu. Þær eiga það skilið og við vitum það. Eða finnst öllum að konan þeirra, mamma og dóttir eigi að vera lægri launaðar en hvaða plebbi útí bæ sem er, bara af því að hann fæddist með typpi? Látið ekki atvinnurekendur segja ykkur að konurnar okkar séu annars flokks,“ skrifaði Unnar Karl við það tilefni.

Rödd hans náðist í gegn og er hans meðal annars minnst í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu þar sem margir meðlimir syrgja fráfall baráttumannsins.

Unnar Karl lætur eftir sig eiginkonu, G. Helgu Jónasardóttur, og þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ný áfengisverslun í samstarfi við Hagkaup opnar í dag

Ný áfengisverslun í samstarfi við Hagkaup opnar í dag
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“
Fréttir
Í gær

Friðrik segir drengi nídda niður í hatrammri réttrúnaðarumræðu – „Hundsaðir, niðurlægðir, hæddir og skammaðir“

Friðrik segir drengi nídda niður í hatrammri réttrúnaðarumræðu – „Hundsaðir, niðurlægðir, hæddir og skammaðir“
Fréttir
Í gær

Veiðigjald á uppsjávarfisk verður hækkað

Veiðigjald á uppsjávarfisk verður hækkað
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður um kappræðurnar: „Hef sveiflast milli sorgar og skammar“

Fyrrverandi þingmaður um kappræðurnar: „Hef sveiflast milli sorgar og skammar“
Fréttir
Í gær

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“