fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Klóra sér í kollinum yfir hvarfi sjónvarpsmannsins – „Þess vegna er þetta skrýtið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 08:20

Hvarf breska læknisins Michael Mosley á grísku eyjunni Symi vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum. Hann fannst látinn eftir umfangsmikla leit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitin að breska lækninum og sjónvarpsmanninum Michael Mosley hefur verið hert og hafa sérhæfðir leitarhundar og þyrlur verið kallaðar út. Ekkert hefur spurst til Mosley síðan á miðvikudag en þá hélt hann í gönguferð á grísku eyjunni Symi.

Mosley lagði af stað skömmu eftir hádegi en þegar hann hafði ekki skilað sér á áttunda tímanum um kvöldið hafði eiginkona hans samband við lögreglu. Leitað var að Mosley aðfaranótt fimmtudags og í allan gærdag en leitin bar engan árangur. Leit verður svo haldið áfram í dag.

Sjá einnig: Þekktur læknir og sjónvarpsmaður horfinn

Mosley er þekktur í Bretlandi og er hann einn af þeim sem kom 5:2 mataræðinu svokallaða á kortið. Þá hefur hann skrifað fjölda bóka um næringu og heilsu, verið pistlahöfundur í breskum fjölmiðlum og fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna.

Mosley er 67 ára en mjög heitt var í veðri á eyjunni síðastliðinn miðvikudag þegar hann hvarf. Eyjan er ekki ýkja stór, eða 58 ferkílómetrar, og hefur leitin einkum beinst að svæðinu fyrir ofan höfnina á eyjunni eftir að kona sagðist hafa séð Mosley þar á miðvikudag.

Ýmsir hafa klórað sér í kollinum yfir hvarfinu. Þannig sé eyjan ekki mjög stór og þá sé svæðið fyrir ofan byggðina, þar sem Mosley ætlaði að ganga, ekki erfitt yfirferðar.

„Þetta er rólegur staður og ef maður skoðar kort af eyjunni þá sér maður að gönguleiðirnar eru greiðar og ekki hættulegar. Það fer fjöldi fólks hér um á hverjum degi og þess vegna er þetta skrýtið,“ segir kona búsett á eyjunni í samtali við Daily Mail en Mosley hefur einmitt verið pistlahöfundur þar.

Mosley og eiginkona hans dvöldu hjá vinum á eyjunni og segist ónafngreindur heimildarmaður innan fjölskyldunnar klóra sér í kollinum yfir hvarfi Mosley. Hann hafi verið á tiltölulega öruggum slóðum þar sem erfitt er að týnast. Leit verður sem fyrr segir haldið áfram í dag.

Segir þetta fjögur lykilatriði til að léttast

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“