fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Vilhjálmur opinberaði hvern hann styður í forsetakosningunum og fékk yfir sig fúkyrðaflaum – „Sorglegt og dapurlegt“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ekki geta orða bundist vegna athugasemda sem birtust undir mynd sem hann birti á Facebook í gær.

Á myndinni birtust skilaboð þess efnis að hann væri stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum en óhætt er að segja að það hafi farið öfugt ofan í suma af vinum og fylgjendum Vilhjálms á Facebook.

„Hélt þú værir maður fólksins,“ sagði til dæmis í einni athugasemd á meðan annar spurði: „Er ekki allt í lagi?“ Annar sagði svo: „Algerlega úr öllum takti frá þér […] Þú ert búinn að missa trúverðugleika.“ Og enn annar sagði: „Er satt að segja frekar hissa á þér félagi Villi að halda ekki þessari skoðun þinni hjá þér þar sem um mjög pólitískan og umdeildan frambjóðanda er að ræða.“

Ákvörðun hvers og eins

Vilhjálmur birti svo pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann furðaði sig á viðbrögðum fólks.

„Það er sorglegt og dapurlegt að verða vitni að því að sumt fólk skuli ekki virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum þeim sem hefur kosningarrétt til að ákveða hvaða aðila það treystir best til að gegna þessu mikilvæga embætti sem forsetaembættið er,“ segir Vilhjálmur í færslunni og bætir við að hann myndi aldrei skipta sér af því hvaða einstakling fólk ætlar að styðja opinberlega til embættis forseta Íslands, enda kemur það honum ekkert við.

Stuðningsyfirlýsing Vilhjálms sem gerði allt vitlaust.

„Munum að virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum og einum að ákveða hvern frambjóðenda það mun styðja. Að sjálfsögðu hafa ugglaust allir frambjóðendur eitthvað gott fram að færa til að gegna þessu embætti en það er ákvörðun hjá hverjum og einum að ákveða hverjum þeir treysta best í þetta embætti,“ segir hann meðal annars.

„Að sjálfsögðu höfum við ólíkar skoðanir hvern við viljum sjá og treystum best til að verða næsti forseti lýðveldisins, en virðum skoðanir hvors annars án þess að ata þá skoðun og frambjóðanda auri. Ég mun aldrei taka þátt í slíku enda virði ég ætíð sjálfstæðan rétt hvers og eins til að hafa sína skoðun.“

Deilir ekki sömu pólitísku skoðunum og Katrín

Vilhjálmur segir að ekkert sé að því að skiptast málefnalega á skoðunum um frambjóðendur en sjálfur kveðst hann gera þá lágmarkskröfu að það byggist á málefnalegum forsendum og án skítkasts.

„Ég vil taka það skýrt fram að ég deili ekki sömu pólitísku skoðunum og Katrín í mörgum málum þrátt fyrir það tel ég hana góðan kost fyrir íslensku þjóðina sem forseta Íslands.

Ástæðan er sú að ég hef persónulega átt í töluverðum samskiptum við Katrínu á liðnum árum í tengslum við kjarasamninga og öll þau samskipti hafa verið byggð á trausti og trúnaði.“

Vilhjálmur segir svo að það sem hann telur best í hennar fari sé að hún er alþýðleg, laus við hroka, yfirlæti og snobb sem því miður einkennir sumt fólk sem hefur mikil völd. „Og því til viðbótar virðist Katrín eiga afar gott með að leiða saman og vinna með fólki með ólíkar skoðanir.“

Skrif sín endar Vilhjálmur á þessum orðum:

„Einnig tel ég Katrínu hafa yfirgripsmikla þekkingu á stjórnskipan Íslands og hefur mikla reynslu á erlendum vettvangi sem forsætisráðherra. Það er staðföst trú mín að þessi víðtæka reynsla Katrínar jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi muni reynast þjóðinni vel nái hún kjöri sem næsti forseti Íslands. Á þessum forsendum mun ég styðja Katrínu Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“