Greint hefur verið frá nöfnum unga fólksins sem lést í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut í apríl. Slysið átti sér stað þann 24. apríl við Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland. Þar létu lífið þau Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. Einar Viggó var fæddur árið 1995 og Eva Björg árið 2001 og voru því á 29. og 23. ári. Bæði voru búsett á Akureyri.
Aðstandendum og vinum er vottuð innileg samúð.