fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ætlaði að selja sjónvarpið sitt en maðurinn vildi eitthvað annað

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. maí 2024 22:30

Tania endaði á að flytja. Mynd/OpenArtAI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Bretlandi að nafni Tania lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar hún ætlaði að selja sjónvarpið sitt á Facebook. Maðurinn sem sagðist ætla að kaupa það vildi eitthvað allt annað þegar hann mætti til að sækja.

Greint er frá þessari sögu í breska blaðinu Mirror.

Tania þessi varar fólk við því að selja hluti á Facebook eftir þá hræðilegu lífsreynslu sem hún lenti í í byrjun marsmánðar. Tania ætlaði að verða sér úti um smá aukapening með því að selja gamla sjónvarpið sitt í grúbbu á Facebook.

Maður hafði samband við hana og sagðist hafa mikinn áhuga á raftækinu. Virtist hann vera ærlegur og heiðarlegur með það.

Ágengur og klúr

Þegar maðurinn mætti þá hafði hann lítinn áhuga á sjónvarpinu. Hann fór hins vegar að gera hosur sínar grænar fyrir Töniu á ágengan hátt. Spurði hvort hann mætti ekki koma inn og reykja svolítið og hanga með henni. Ekki nóg með það þá reyndi hann einnig við konna sem var að leigja með henni.

Tania sagði manninum að hún hafði engan áhuga á að eiga í neinum samskiptum við hann önnur en að taka við greiðslu og afhenda sjónvarpið. Ekkert varð hins vegar úr sölunni. Maðurinn hélt áfram að spyrja óviðeigandi spurninga, til dæmis hvort hún vildi „prófa eitthvað nýtt.“

Lugu til um maka

Sögðu konurnar þá að makar þeirra væru að koma heim eftir nokkrar mínútur, en þær áttu í raun hvorugar maka. Hann hélt hins vegar áfram og sagði: „Eruði vissar um að þið viljið ekki fíflast eitthvað í kvöld?“

„Ég var svo hrædd að ég eyddi öllu út af Facebook Marketplace og ég gaf vini mínum sjónvarpið,“ sagði Tania.

Sögunni lauk hins vegar ekki þarna þar sem Tania taldi sig hafa séð bíl mannsins fyrir utan í nokkur skipti eftir þetta. Endaði hún á að flytja úr húsinu. Varar hún aðrar notendur Facebook Marketplace á því að gefa upp heimilisföng, heldur afhenda frekar vörur á opinberum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp