fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Beggi blindi sakar framkvæmdastjóra Blindrafélagsins um siðblindu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2024 08:57

Bergvin Oddsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingamaðurinn Bergvin Oddsson í Vestmannaeyjum, gjarnan nefndur Beggi blindi, sakar formann Blindrafélagsins um siðblindu í harðskeyttum pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Þann 11. maí næstkomandi verður kosið um formann á aðalfundi Blindrafélagsins. Bergvin ákvað að gefa kost á sér en gagnrýnir núverandi stjórnendur félagsins harðlega fyrir að neita honum um aðgang að kjörskrá.

„Þar sem núverandi formaður félagsins, Sigþór U. Hallfreðsson, yrði að öllum líkindum einn í framboði fannst mér ekki koma til greina að formaðurinn fengi rússneska kosningu. Ég ákvað því að gefa kost á mér í embætti formanns og sömuleiðis í stjórn félagsins,“ segir Bergvin.

„Í einfeldni minni óskaði ég eftir kjörskrá svo ég gæti haft samband við kjósendur líkt og menn og konur gera í aðdraganda kosninga. Ég taldi þetta lítið mál og svo sjálfsagt í lýðræðisríki að fá kjörskrána. Nei, viti menn; Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og einnig félags maður, neitaði mér og svo nokkrum dögum síðar lögmanni mínum í símtali um kjörskrána. Þvílík siðblinda að neita formannsframbjóðanda um kjörskrá. Gæti ástæðan verið sú að framkvæmdastjórinn er hræddur um að missa þær rúmlega 20 milljónir króna sem hann hefur í laun og launahlunnindi ár hvert? Það eru u.þ.b. 6.000 happdrættismiðar.

Gæti ástæðan verið sú að hann er hræddur um að eiginkona hans, Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir jógakennari Blindrafélagsins, sem tekur rúmar 30.000 kr. á tímann fyrir að kenna örfáum einstaklingum jóga tvisvar í viku, missi spón úr aski sínum ef ný forysta verður kjörin á næsta aðalfundi Blindrafélagsins?“

„Annan eins fyrirslátt hef ég aldrei heyrt á ævi minni“

Bergvin segir að það sé algjör siðblinda að hans mati að núverandi formaður hafi aðgang að kjörskránni en ekki meðframbjóðandi hans.

„Nauðugur einn kostur að óska eftir ógildingu kosninga fyrir dómstólum. Ber við heilbrigðispersónu verndarsjónarmiði. Því skyldi ég ekki fá umrædda kjörskrá? Jú, vegna persónu erndarsjónarmiða um heilsufar félagsmanna. Þetta snýst sem sagt um það hvort félagsmenn eru skráð ir sem lögblindir eða sjónskertir. Annan eins fyrirslátt hef ég aldrei heyrt á ævi minni. Til þess að geta átt kost á að ganga í Blindrafélagið þarf að liggja vottorð frá augnlækni um að viðkomandi einstaklingur hafi 30% sjón eða minna,“ segir hann og bætir við að lokum.

„Það er erfitt að fara fram á við framkvæmdastjóra Blindrafélagsins sem og stjórn félagsins að þau opni augun og sjái hvað þetta er ólýðræðislegt, ósanngjarnt og ekki síst dapurt að félagsmaður í framboði þurfi að bera vinnubrögð og stjórnunarhætti Blindrafélagsins á torg til þess að vekja athygli á óforskömmuðum vinnubrögðum. Það getur ekki verið að þessu fólki þyki vænt um Blindrafélagið lengur. Ég leyfi mér að efast um að forsvarsmenn félagsins vilji halda áfram að efla og styðja við blinda og sjónskerta á Ís landi sem og á erlendri grundu. Ég spyr því landann: Er einhver ástæða til þess að kaupa áfram happdrættismiða og leiðsöguhundadagatal og gerast bakhjarl félagasamtaka á borð við Blindrafélagið?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað