fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fréttir

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 18:00

Lara gat ekki gengið eftir árásins. Hún fékk drep í húðina og hefur þurft að gangast undir aðgerðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kornelia Nowakowska leitar nú að eiganda hunds sem beit tíkina hennar svo illa að hún hefur þurft að fara í margar aðgerðir. Eigandinn, sem er kona, neitaði að gefa upp nafn eftir atvikið og gekk í burtu. Tíkin er sárkvalin og hefur þurft að fara í aðgerðir vegna þess að hún fékk drep í húðina.

„Þetta er mjög mikið mál. Þess vegna viljum við ekki hætta. Við viljum finna konuna,“ segir Kornelia sem hefur auglýst eftir konunni á samfélagsmiðlum. Þegar DV náði tali af Korneliu var hún að sækja tíkina Löru úr aðgerð.

Vildi ekki sleppa

Atvikið átti sér stað sunnudaginn 21. apríl um hálf sex leytið við götuna Frostafold í Grafarvogi. Foreldrar Korneliu voru á göngu með Löru þegar þau mættu konunni sem kom aðvífandi með hvítan, stærri hund.

Hundurinn vildi finna lyktina af Löru en þegar hún sneri sér við þá beit hann hana fast í bakið og vildi ekki sleppa.

„Hundurinn vildi ekki hætta að bíta. Hann var fastur,“ segir Kornelia.

Þegar loksins tókst að losa bit hundsins þá vildi faðir Korneliu fá einhverjar upplýsingar um konuna. Svo sem hvað hún héti og hvort að hundurinn hennar væri bólusettu fyrir ýmsum sjúkdómum. Hún vildi hins vegar engu svara og gekk í burtu.

„Hún var bara dónaleg og fór í burtu. Pabbi náði að taka mynd af henni og sagði henni að þetta yrði tilkynnt til lögreglu en henni var alveg sama,“ segir Kornelia.

Mörg hundruð þúsund króna kostnaður

Hundurinn hafði bitið stórt gat í húðina á Löru og hefur hún þurft að fara í aðgerðir hjá dýralækni vegna þessa. Meðal annars fékk Lara drep í húðina og þurfti að skera drepið í burtu. Kornelia segir að Lara sé búin að vera sárkvalin út af þessu og með mjög stóran og ljótan skurð.

„Við erum búin að eyða miklum peningum. Þetta er ekki fyrsta aðgerðin sem Lara þarf að fara í og ekki sú síðasta,“ segir Kornelia. Nú þegar hefur hún eytt á fjórða hundrað þúsund króna og það á eftir að bætast við kostnaður.

Lögreglan benti á MAST

Kornelia tilkynnti málið til lögreglunnar sem vildi hins vegar ekkert gera og benti henni á að Matvælastofnun myndi sjá um svona mál. Hefur hún tilkynnt málið bæði þangað.

Kornelia segist hafa grun um hver konan sé og lét Matvælastofnun vita af því. Var henni sagt að þetta yrði kannað en síðan hefur hún ekkert heyrt.

Aðspurð segist Kornelia ekki vita nákvæmlega hvað hún muni gera þegar hún finnur konuna.

„Það er ekki í lagi að konan sé með hund og hagi sér svona. Það er aldrei að vita nema hundurinn bíti barn eða annað dýr,“ segir Kornelia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Katrín: „Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti“

Katrín: „Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Úkraínski herinn að verða uppiskroppa með hermenn

Úkraínski herinn að verða uppiskroppa með hermenn
Fréttir
Í gær

28 milljóna beltagrafa eyðilagðist þegar hún rann í sjóinn: Eigandinn fær ekki krónu í bætur af þessari ástæðu

28 milljóna beltagrafa eyðilagðist þegar hún rann í sjóinn: Eigandinn fær ekki krónu í bætur af þessari ástæðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi