fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Gerðu drónaárás á rússneska olíubirgðastöð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 08:00

Mynd frá árás Úkraínu á eldsneytisbirgðastöð í Belgorod í Rússlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn gerðu drónaárás á olíubirgðastöð í Volgograd, sem er um 600 km frá úkraínsku landamærunum, fyrir helgi. Stöðin er í eigu olíurisans Lukoil. Eldur kom upp í stöðinni en ekki hafa borist upplýsingar um hversu miklar skemmdir urðu á henni.

Þetta var ekki fyrsta árás Úkraínumanna á skotmörk langt frá úkraínsku landamærunum. Í janúar gerðu þeir árás á olíubirgðastöð við Sankti Pétursborg sem er um 1.200 km frá úkraínsku landamærunum. Nokkrum dögum síðar var röðin komin að olíubirgðastöð í Klintsy í vesturhluta Rússlands.

Í tengslum við árásirnar í janúar sagði Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, í samtali við Jótlandspóstinn að þetta séu snjallar árásir hjá Úkraínumönnum en ákveðin áhætta fylgi þeim.

„Það getur verið snjöll taktík hjá Úkraínumönnum að ráðast á skotmörk í Rússlandi. Þeir geta vonast til að það breyti sýn rússnesks almennings á stríðið ef þeir flytja það til Rússlands. Kreml hefur jú sagt Rússum að þeir eigi bara að lifa lífinu eins og venjulega og Kremlverjar muni sjá um „hina sérstöku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu,“ sagði hann.

Rússar hafa oft svarað árásum af þessu tagi með hörðum árásum á borgir í Úkraínu og það er áhættan sem fylgir árásum af þessu tagi að sögn Splidsboel Hansen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“