fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Leigufélagið Alma neitar að losa grindvíska fjölskyldu undan leigusamningi – „Fyrirtæki þar sem eiginhagsmunasemi og græðgi ræður ríkjum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindvíkingur sem leigði íbúð af leigufélaginu Ölmu eftir að Grindavík var rýmd á síðasta ári er orðlaus yfir viðbrögðum leigufélagsins eftir að hún óskaði eftir að losna undan leigusamningnum þar sem fjölskyldunni býðst stærri eign til leigu. Eign sem hentar fjölskyldunni mun betur til lengri tíma litið nú þegar ljóst er að óvíst er hvenær verður aftur hægt að búa í Grindavík. Tölvan hjá Ölmu segir hreinlega nei.

„Við neyddumst til að taka á leigu litla íbúð frá þeim um miðjan desember þar sem við vorum að enda á götunni vegna aðstæðna í Grindavík. Í þessari íbúð erum við búin að vera í mánuð,“  segir Rebekka Saidy.

Þröngt hefur verið um fjölskylduna sem samanstendur af Rebekku, eiginmanni hennar og þremur dætrum, 10, 14 og 20 ára. Í samtali við DV segir Rebekka að íbúðin sé með tveimur svefnherbergjum og dætur þeirra séu saman í öðru þeirra og sofi á dýnum á gólfinu. „Við erum með mjög takmarkað af okkar búslóð með okkur,“ segir Rebekka. 

„Í dag bauðst okkur stærri eign til langtíma þar sem betur getur farið um okkur fjölskylduna þar sem ljóst er að við erum ekki á leiðinni heim til Grindavíkur aftur,“ segir Rebekka, sem setti sig strax í samband við Ölmu til að athuga hvort ekki væri hægt að komast undan þriggja mánaða uppsagnarfresti í ljósi aðstæðna.

Í samtali við DV segir Rebekka að íbúðin sem þau leigja af Ölmu sé í Reykjanesbæ, og þau hafi skrifað undir ótímabundinn leigusamning.

„Við vitum öll að mikil þörf er á húsnæði og þessi íbúð færi í útleigu samdægurs. En nei, svarið sem ég fékk var þvert nei, að þau gætu ekki litið fram hjá þriggja mánaða uppsagnarfresti,“ segir Rebekka í færslu á Facebook, sem vakið hefur mikla athygli.

Segist hún orðlaus yfir því að fjölskyldan skuli ekki fá smá stuðning þar sem mikil neyð er hjá mörgum fjölskyldum.

„Mig langar að vara við leigufélaginu Ölmu. Ég mun aldrei mæla með að leigja hjá þessu ömurlega fyrirtæki þar sem eiginhagsmunasemi og græðgi ræður ríkjum. Það er alveg á hreinu að Alma leigufélag er ekki að standa með okkur Grindvíkingum.“

Uppfært kl. 23:00

Rebekka uppfærði færslu sína kl. 20.53 þar sem hún segist hafa fengið svar frá Ölmu rétt í þessu. Þar segja þeir leitt að málið hafi ekki skoðað til hlítar, gefa henni kost að skila íbúðina þegar henni hentar og segjast að lokum þakklátir ef hún taki færslu sína út.

Í svari leigufélagsins Ölmu segir:

Sæl Rebekka,
Okkur þykir virkilega leitt að málið hafi ekki verið tekið til frekari skoðunar þegar þú hafðir fyrst samband við okkur.
Vegna aðstæðna samþykkjum við að íbúðinni verði skilað um leið og þér hentar.
Við værum þakklát fyrir það að færslan sem hefur verið birt yrði tekin út enda er hún ekki lýsandi fyrir það hvernig Alma hefur brugðist við þessum atburðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni