fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
Fréttir

Jóhannes Haukur gefur lítið fyrir gagnrýni Jónasar – „Eins og hún sé að syngja bara fyrir mig“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2024 22:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er fullkomlega ósammála Jónasi Sen varðandi söngstíl þessara íslensku söngkvenna. Ég elska þennan nýja söngstíl sem margar söngkonur hafa tileinkað sér á undanförnum árum. Bríet og GDRN eins og Jónas nefnir. Mér finnst þetta svo persónulegt, það er eins og hún sé að syngja bara fyrir mig. Það er ekkert reverb eða einhverjir effektar á röddinni. Hún er bara framarlega í mixinu og söngurinn fullkomlega hreinn. Það er ekki endilega auðvelt að halda lagi þegar þetta er svona áreynslulaust,“

segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Vísar hann þar til greinar og gagnrýni Jónasar á tónleikum Guðrúnar Ýrar Eyfjörð Jóhannesdóttur, eða GDRN, sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 11. maí.

„Aðfinnslur Jónasar í gagnrýninni snúa að vísu aðallega að hljóðblöndun á tónleikunum. Hann tekur fram að GDRN njóti sín sennilega betur í hljóðveri. En þessi stíll er ekki slæmur, hann er af hinu góða. Ég vil meira af þessu. Meira segi ég,“ segir Jóhannes Haukur í færslu í Facebook-hópnum Menningarátökin.

Bubbi Morthens tjáir sig og segir: „Það eru alltaf eftektar á röddinni sem er geggjað.GDRN er með sjúklega fallega rödd og líka sláandi fögur semur flott lög og texta. Jónas er í raun orðinn dálítið gamall og það er ok Björk er hans söngkona enda kom hann henni að í upphafi greinar hann er hins vegar samkvæmur sjálfum sér og er alltaf hreinn og beinn en hann hefur ekki mikinn skilning á þessari nýju bylgju líkt og raddir þeirra Bríet GDRN og Elínar Hall eru. Hann ætti verða glaður með Unu Torfa þar er nú aldeilis BOBA rödd á ferð.“

„Litlar” raddir geta verið langfallegastar.Eins og vinur minn Pétur Östlund sagði; það er búið að finna upp míkrófóninn. Alger óþarfi að æpa,“ segir Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður. „Hélt að þessi deila hefði verið útkljáð þegar þeir Bing Crosby og Fred Astaire og fleiri slíkir fóru að hagnýta sér nýja uppgötvun snemma á 20. öldinni og kallaðist míkrófónn,“ segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar og Hrefna segja hingað og ekki lengra: „Við vitum að þetta er ekki í lagi“

Gunnar og Hrefna segja hingað og ekki lengra: „Við vitum að þetta er ekki í lagi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjö vikna dóttir Anítu var útskrifuð af Barnaspítalanum – Lést innan við sólarhring síðar: „Hvar er réttlætið fyrir börnin okkar?“

Sjö vikna dóttir Anítu var útskrifuð af Barnaspítalanum – Lést innan við sólarhring síðar: „Hvar er réttlætið fyrir börnin okkar?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjórði framkvæmdastjóri Siðmenntar á tveimur árum

Fjórði framkvæmdastjóri Siðmenntar á tveimur árum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur ákærður fyrir hrottalegar nauðganir – Sveik áður milljónir af unnustu og birti líflátshótanir á YouTube

Síbrotamaðurinn Guðfinnur ákærður fyrir hrottalegar nauðganir – Sveik áður milljónir af unnustu og birti líflátshótanir á YouTube
Fréttir
Í gær

Tugir þúsunda Rússa neyðast til að flýja frá Tyrklandi

Tugir þúsunda Rússa neyðast til að flýja frá Tyrklandi
Fréttir
Í gær

Alvöru sumar fyrir norðan og austan um helgina

Alvöru sumar fyrir norðan og austan um helgina