fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Eldgosið við Grindavík – Svona er dagskráin í dag

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. janúar 2024 07:22

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flogið verður yfir gosstöðvarnar við Grindavík þegar birtir til í dag og þá mun koma í ljós hversu miklar skemmdir hafa orðið á húsum í Grindavík.

Eins og greint var frá í nótt virðist virknin í syðri gossprungunni, þeirri sem opnaðist rétt fyrir ofan byggð, vera orðin engin. Talið er að þrjú hús hafi farið undir hraun en það mun koma betur í ljós í birtingu hver staðan er.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, sagði í fréttum RÚV klukkan sjö í morgun að nóttin hefði verið tíðindalítil. „Það má segja að góðu fréttirnar eru þær að það virðist vera minna rennsli á þessu hrauni.“

Vísindamenn munu koma saman klukkan 10 og þá verður staðan tekin, til dæmis hvað hægt sé að gera í verðmætabjörgun og þá verður mat lagt á framgang gossins.

Ríkisstjórnin mun koma saman til fundar í dag þar sem fjallað verður um húsnæðisstuðning við Grindvíkinga. Verður meiri kraftur settur í að tryggja íbúum öruggt húsnæði til lengri tíma. Í frétt RÚV í morgun kom fram að samverustundir verði haldnar í Keflavíkurkirkju og Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“