fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fréttir

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. september 2023 07:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmennirnir á þingi ESB eru komnir úr sumarfríi og eftir því sem austurríska dagblaðið Krone Zeitung segir þá virðast þeir hafa fengið margar hugmyndir í sumarfríinu. Eflaust eru þær misgóðar að margra mati.

Eitt af því sem þingmennirnir ræða nú eru breytingar á löggjöf um ökuskírteini en henni var síðast breytt 2006.

Krone Zeitung hefur komist yfir lista um hugsanlegar breytingar, sem þingmenn eru að ræða, á löggjöfinni og þar er eitt og annað áhugavert. Rétt er að hafa í huga ekkert hefur verið ákveðið enn, aðeins er um hugmyndir og umræður að ræða.

Meðal þeirra hugmynda sem er verið að ræða er að ökumenn, 21 árs og yngri og þeir sem eru nýkomnir með ökuréttindi, megi ekki aka hraðar en 90 km/klst. Þetta mun ekki hafa áhrif hér á landi þar sem leyfður hámarkshraði er hvergi hærri en 90 km/klst en á meginlandinu mun þetta hafa áhrif.

Einnig er rætt um að takmarka akstur 21 árs og yngri við ökutæki sem eru undir 1.800 kg. Ef þeir vilja aka þyngri bíl verða þessir ungu ökumenn þá að taka aukin réttindi, B+.

Rætt er um að banna ökumönnum yngri en 21 árs að aka frá miðnætti til sex að morgni.

Hvað varðar eldri ökumenn er rætt um að þegar ökumenn endurnýja ökuskírteini sitt þegar þeir hafa náð sextugsaldri gildi það aðeins í sjö ár. Það mun síðan gilda í fimm ár þegar ökumenn hafa náð sjötugsaldri og tvö ár þegar þeir hafa náð áttræðisaldri.

Ekki liggur fyrir hvenær þessar breytingar geta gengið í gegn, það er að segja ef Evrópuþingið samþykkir þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“
Fréttir
Í gær

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs