fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fréttir

Segir að Úkraína hafi átta vikur til að ná góðum árangri í gagnsókn sinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. september 2023 04:05

Hér gefast rússneskir hermenn upp fyrir úkraínskum hermönnum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstu átta vikur eru afgerandi fyrir hvernig stríðið í Úkraínu endar. Ástæðan er að í sjónmáli er óstöðugleiki í skipan heimsmála vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári. Niðurstaða þeirra gæti breytt stuðningnum við Úkraínu og af þeim sökum skiptir miklu máli hvaða árangri Úkraínumenn ná á vígvellinum á næstu átta vikum.

Þetta sagði Claus Mathiesen, lektor við danska varnarmálaskólann, í fréttaþættinum „Lippert“ á TV2 News.

Hann sagði að Úkraínumenn hafi að hámarki átta vikur til viðbótar til að ná því sem hann kallar „mikilvægum“ árangri í sókn sinni aftur fyrir varnarlínur Rússa.

Þegar kemur fram í byrjun desember munu veður og ófærð takmarka möguleikana á sóknaraðgerðum og þegar það fer að vora á næsta ári er stutt í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin eru það ríki sem hefur lagt mest af mörkum til Úkraínu í baráttunni gegn rússneska innrásarhernum.

„Enginn getur sagt með vissu hvern niðurstaða bandarísku kosninganna verður. En samt sem áður er hætta á að stuðningurinn við Úkraínu, sem Bandaríkin eru í fararbroddi fyrir, verði valtur í sessi. Það er aðallega það sem Rússar sitja og bíða eftir,“ sagði Mathiesen.

Hann sagðist ekki sjá þess nein merki að Úkraínumenn séu að ná „mikilvægum“ árangri á vígvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun“

„Vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn staðfestir að erfðaefni Ásu var á strigapoka sem eitt líkið fannst í

Rannsókn staðfestir að erfðaefni Ásu var á strigapoka sem eitt líkið fannst í
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikilvægasta tækið á heimilinu

Mikilvægasta tækið á heimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“