Þetta sagði Claus Mathiesen, lektor við danska varnarmálaskólann, í fréttaþættinum „Lippert“ á TV2 News.
Hann sagði að Úkraínumenn hafi að hámarki átta vikur til viðbótar til að ná því sem hann kallar „mikilvægum“ árangri í sókn sinni aftur fyrir varnarlínur Rússa.
Þegar kemur fram í byrjun desember munu veður og ófærð takmarka möguleikana á sóknaraðgerðum og þegar það fer að vora á næsta ári er stutt í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin eru það ríki sem hefur lagt mest af mörkum til Úkraínu í baráttunni gegn rússneska innrásarhernum.
„Enginn getur sagt með vissu hvern niðurstaða bandarísku kosninganna verður. En samt sem áður er hætta á að stuðningurinn við Úkraínu, sem Bandaríkin eru í fararbroddi fyrir, verði valtur í sessi. Það er aðallega það sem Rússar sitja og bíða eftir,“ sagði Mathiesen.
Hann sagðist ekki sjá þess nein merki að Úkraínumenn séu að ná „mikilvægum“ árangri á vígvellinum.